Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 80

Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 80
80 Ritfregnir. unaraflið bilar hann hvergi, er hann þarf að færa út frásögu heimildar- innar og gera hana litauðga og lifandi. Eg hefi borið saman á allmörg- um stöðum ]iað sem hann segir um eldana og það sem stendur í hinum merkilegu Eldritum Jóns prófasts Steingrímssonar (Safn t. s. sl. IV, 1) og mér virðist hann hafa notað þær heimildir með hinni mestu sam- vizkusemi og smekkvísi. Hann fer að jafnaði sem uæst orðum sira Jóns og sleppir aldrei einkennilegu og alþýðlegu kjarnyrði, en hann hreinsar myndina og skýrir, tekur að eins það með sem þarf, og gætir þess að halda frásögustíl sjálfs sin eftir sem áður. Hættan við að taka í skáld- sögu svo stórfeldan náttúruviðburð, sem nákvæm lýsing er af í heimild- um, mundi reynast mörgum sú, að náttúran bæri mennina ofurliði og „talaði þar ein við sjálfa sig“. En Jóni Trausta hefir tekist að vefa náttúrulýsingarnar þannig inn í söguna, að þær yrðu þáttur í lifi þeirra manna er hann lýsir. Persónulýsingarnar eru að vanda skýrar, svo lesandinn þekkir mennina þegar sagan er á enda. Af þeim köflnm bókarinnar er mér þykja beztir skal eg nefna „Meyjarkoss11. Guðrún Alexandersdóttir verður manni þar hugstæð: „Hún er svo frjáls og ítur, svo æskusterk og hraust“, eins og kveðið var um aðra konu. Og svo er „Eldmessan11. Það er eflaust einn hinn áhrifamesti kafli í íslenzkum skáldsögum. Séu borin saman drögin sem höf. hefir fnndið til ræðunnar, sérstaklega í formála hins stærra Eldrits síra Jóns, og það sem hann hefir gert úr þeim, þá sést hvernig hann bræðir brotasilfrið í deiglu sinni og fær úr því hreinan og sterkan málm. Með réttu er út á það sett að skjóta „Kveðjusendingu11 inn í sög- una, og eins hefði það verið skáldlegra að sleppa hinni annálakendu frásögn um afdrif einstakra manna í lok sögunnar og láta hókina heldur enda á einhverri mynd er bæri íséreiminn af því sem á undan var gengið — eins og þegar þrumuhljóð deyr í fjarska. Þrátt fyrir slíka smágalla munu flestir þakka höfundi söguna og bíða vongóðir eftir „Sigri lifsins11. G. F. Sigurður Sigurðsson: Ljöð. Rvik 1912. Þetta eru 26 frumsamin smákvæði, er sum hafa verið prentuð áður, og 8 þýðingar. Ytri frágangur prýðilegur. Ljóð þessi eru engin kaupa- vinna. Hér er skáld, sem her djúpa lotningu fyrir listinni og mundi eflaust vilja reka úr musteri hennar alla þá er selja þar og kaupa. Þessi ljóð eiga, að mér finst, helzt að lesast i kyrð, fjarri öllu skrölti og skarkala, lesast í lágum og þýðum róm, þvi þau eru ljúf og þýð — aldrei hávær. Oftast angurvær eins og endurminning um horfna fegurð. Skáldið leggur eyrað helzt við þær raddirnar sem óma í kyrð og friði náttúrunnar eða úr djúpi hugans, þegar hann snýr sér frá striti og stríði lífsins og leitar til sinna eiginna uppsprettulinda. Slíkum ómum hefir skáldið náð í strengi sína. Málið er skært sem kristall og myndirnar oftast einfaldar og blæhreinar. Eg ætla ekki að nefna nein sérstök kvæði, því eg geri ráð fyrir að ljóðavinir kaupi sér kverið og finni þar sjálfir sönnun þess sem hér er sagt. Þýðingarnar virðast flestar mjög vel gerðar, og gott er að eiga svo fagra þýðingu á hinu indæla kvæði Longfellows: „The day is done“. Mörgum mun detta Sigurður sjálfur í hug, er þeir lesa þar um ljóð — „skálds, sem í áhyggju’ og önnum, þótt ei væri nátthvildin löng, heyrði i hjartanu óminn af himneskum unaðssöng11. G. F.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.