Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 94

Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 94
94 ísland 1912. en steyp'ar bitabrýr á Öxará og Úlfarsá í Mosfellssveit og Steins- læk í Holtum. A Öxará og Úlfarsá voru áður trébrýr. Fyrsta ullarþvottastöðin var í sumar reist í Borgarnesi á Mýr- um, eftir fyrirsögn Sigurgeirs Einarssonar, sem kynt hefir sór ný- lega með styrk af landsjóði ullarverkun og ullarsölu erlendis. Hefir þessi byrjun reynst vel, og því líklegt að ullarþvottastöðvar komi upp víða um landið á næstu árum. Síldarbræðsluverksmiðjur hafa komið upp í Norðurlandi nú síðustu missirin, bæði á Siglufirði og við Eyjafjörð. Eru það út- lendir menn, sem þær hafa reist. Hafnarbryggja mikil hefir í ár verið gerð í Hafnarfirði. Aukaþing var haldið í ár og kom saman 15. júl/. I byrjun þings urðu stjórnarskifti, Kristján Jónsson sagði af sér ráðherra- störfum, er við tók Hannes Hafstein, í annað sinn, og hafði til þess fylgi mikils meiri hluta þings. Snemma á árinu höfðu komist á samtök milli ýmsra mikils megandi manna bæði í Heimastjórnar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum um það, að vinna í sameiningu að framgangi sambandsmálsins, sem að undanförnu hafði verið deilu- efni milli stjórnmálaflokkanna. Var þeim samtökum mjög vel tekið úti um landið og kom það hvervetna fram á þingmálafund- um, að menn voru þeim hlyntir. Þegar á alþing kom, varð þetta til þess, að nýr flokkur myndaðist þar og nefndi sig »Sam- bandsflokk«. Gengu í hann yfir 30 þingmenn, með því helzta markmiði, að fá sambandsmálinu ráðið til lykta. Flokkurinn kom sér saman utan þings um breytingar á frumvarpinu frá 1908 og þingið fól svo ráðherra með þingsályktunartillögu að leita hófanna um það í Danmörku, hvort ekki væri gerlegt, að taka málið upp að nýju. Ráðherra hefir nú, skömmu fyrir áramótin, birt árang- urinn af þeim málaleitunum, og bíður það svo þings að sumri, að ákveðið verði, hvernig með málið skuli farið. En af þessum sam- tökum hefir það leitt, að friður og samlyndi hefir verið í landinu þetta ár, sem stingur mjög i stúf við stjórnmálarifrildi undanfar- inna ára. Tilefnið til aukaþinghaldsins hafði verið það, að samþykt var á þingi 1911 frumvarp til breytinga á stjórnarskránni. Úm það frumvarp fór svo, að ráðherra (Kr. J.) lýsti því yfir í byrjun þings- ins, að konungurinn hefði ekki viljað ljá samþykki sitt til þess að frumvarpið, eins og það lægi fyrir, yrði lagt fyrir þingið af hálfu stjórnariunar. En orsökin til þessa væri sú, að felt hefði verið burtu ákvæðið um setu íslandsráðherra í ríkisráði Dana. Var svo stjórnarskrármálið látið eiga sig á þessu þingi, enda sneri þingið sér að sambandsmálinu, eins og áður segir. Friðrik konungur 8. andaðist 14. maí þ, á. Hafði hann verið Islandi góður konungur og var hans hér mikið saknað. Kr. Jóns- son ráðherra flutti alþingi vingjarnlegan boðskap frá hinum nýja konungi, Kristjáni 10., og þar með þau ummæli, að konungur ætl- aði sér að heimsækja Island, er tækifæri leyfði. Helztu lög frá þinginu eru þessi: Um færslu þingtímans, að alþingi komi framvegis saman 1. virkan dag í júlí; um landssjóðs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.