Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 37
39
ætti Ifka að geta gefið greinilega skýrslu um
alia aðfeið sína í þessu tilliti; þeir ætti að
sýna með glöggum reibningi byggðum á reynslu
sjálfra sín, hvað mikið að kosti hirðing og
framfæri hverrar skepnu eins og nó cr tíðk-
anlegast, og hvað miklu meiri afnot hennar
sje en kostnaðurinn. Fyrir þessu sama eiga
þeir að gefa nýjan reikning eptir sinni end-
urbættu aðlerð, og verður þá hægt að sjá,
hverjum framförum þeir hafa tekið í þessaii
grein. Vjer ætlum, að enginn greindur bóndi,
sem búið hefir nokkra stund á sama stað, þyrfti
að vera í vafa um það, hver peningstegund
gefur honum mestan arð að jöfnum tilkostn-
aði; en þessu munu allt of fáir bændur veita
eptirtekt, og þurfa því að fá hvatir til að gjöra
það bæði sjálfum sjer og öðrum til fróðleiks-
auka. Feir verða að leggja niður með sjálf-
um sjer, hvað mikil afnot þeir hafa, t. a. m.
af hverju 50 rd. virði í hverri skepnutegund
fyrir sig, hvaö miklu þeir verða að kosta til
hirðingar, viðurhalds og framfærslu þessa stofns
og hvað mikið þeir verða af hor.um að gjalda.
Fessa verða þeir nákvæmlega að gæta um hvað
fyrir sig, kýr, mylkar ær, veturgamalt fje, geld-
ar ær og sauði. fetta er nó allt svo mikið