Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 103
105
ið eður ekkert g.agn gjöra, og gcngur mörg-
uin til þess mcir heitnska en illgirni; þeir
hugsa svo, að ekki muni saka, þó einn sje lið—
Ijettur meðal svo margra, en gá ekki hins, aö
einn tekur þessi óskil eptir öðrum, svo að lykt-
um fara öll fjallskil í ólcstri og ólagi, og koma
þannig svikin í koll sínum eigin liöfundi á
endanum.
Um lok heyskapar, cður svo fijótt sem
mögulegt er, skal reiöa heim eldsneyti, og væri
enda vissara að gjöra það að áliðnum slætti
ef votviðrasamt er. Þar sem sauðatað er við-
haft til eldsneyfis, er það alvenja að þekja of-
an hraukana með torfi, en slíkt getur þó ver-
ið varasamt, því að í votviðrum vill torfið leka
en varðar aptur hraukunum að þorna, þegar
þerrir kemur. Ilagkvæmast væri að láta tað-
hraukana standa fyrst fcera og blása sem bezt,
en þegar votviðri sæist fyrir, að brciða þá torf
ofan yfir þá, sem aptur skyldi takastá burtu þeg-
ar þerrir kæmi. Er aldrei ofvel hirt um elds-
neyti; því betur það er hirt, því betur end-
ist það. Pað er auðvitað, að jtessi sama regJa
getur gilt um inó, þar sem liann er ha/ður til
eldsneytis.
Sje skógviður eða hrfs haít til eldsneytis,