Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 7
9
Svona gengur sókn og vörn; menn fara að
greiða atkvæði um bænarskrárnar, og þær;eru
samþykktar.
Vjer erum nú ekki svo skarpir, að vjer
skiljum til hlítar; hvernig alþing hugsar sjer
útlátin á öllu þessu fje, sem það biður um úr
ríkissjóðnum; það væri vcl, að alJir þingmenn-
irnir skildu sjálfa sig; þetta er heldur ekki
svo auðskilið; allt er orðað með þvílíkri var-
kárni og á svoddan huldu, oss liggur nærri
við að segja til þess, að stjórnin hafi engan
botn f, hvað þingið meinar; hún á að skilja
það eitt, að íslendingar vilja fá þetta íje, og
til hvers þeir ætla að verja því; en í hverju
skyni hún á að láta það af hendi má hun
ekki komast að fyrr en nokkrum árum seinna.
Vjer, sem ekki skiijum, gjörum nú ekki kröfu
til að hafa skilið þetta rjett; en oss liggur við
að skilja þetla Bfyrst um sinn“ eins og al-
þing hefði sagt: „Vjer biðjum að lána oss
þetta fje, þangað til fjárhagurinn verður að skil-
inn,“ og svona ætlum vjer, að síjórnin muni
skilja það, og bænheyrsla hcnnar muni fara
allt eptir því, hvort hún viðurkennir, að vjer
eigum nokkurt fje í sínum vörzlum, eða hvort
liún treystir oss til að borga það apíur, ef hún