Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 109
111
Það er að vonum, að menn sje í vafa um,
hvað vinna skal innanbæjar að vetrinum nú á
þessum tímum, þegar verðlag á allri tóvöru
annaðhvort heíir lækkað, eða staðið í stað; en
ullin hefir talsvert hækkað í verði frá því sem
áður var. Að tæta prjónles mun ganga næst
því að gjöra ekki neitt; þó er cngin vinna
svo vesöl og arðlítil, að ekki sje bctra en
iðjuleysið, þvf það er orsök til margs ills.
Þegar tæplega eður ekki fæst jafnmikiö fyr-
ir smábandssokkana eins og ullarpundið, eins
og nú við gengst árlega, þá verða ekki vinnu-
lannin á sokkunum metin meira en 8 til 12
skildinga. Nú tel jeg það sæmilegt vinnu-
konu verk, einkum þurfi hún að þjóna manni
eöa hafa önnur hjáverk, að vinna allt að tvenn-
uin sokkum um vikuna, en þær beztu kunna
að koma aí þrennum, og verða þá vinnulaun-
in um vikuna, þegar unnið er smáband, ná-
lægt 32 skildingar að ineðaltali; og sjá allir,
hve rýr og afnotalítill þessi starfi er. Sje
tætt vaðmál, ætla jeg meðal vinnukonu að
vinna allt að einni alin á dag annaö en vefa,
og þær bcztu kunna að vinna allt aö hálfri
annari alin, sje vaðmálið í meðal lagi gróft.
Nú má gjöra ráð fyrir, að ein alin af