Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 102
104
skal hlaða því í lanir eða fúlgur, sem bezt
eru settar sunnan undir húsaveggi, hvar vind-
ur og þerrir nær á þær, skal svo byrgja þær
að ofan með toríi. Með þessum hætti má
verka heyið, ef þurrkur gefst, og eins getur
það að góðum notum oröiö að vetrinum, þó
þurrkurinn bregðist.
Hið fyrsta og helzta haustskylduverk hvers
búandi manns eru fjallskilin ejitir því sem
lög og landsvenja stendur til í hveiju hjer-
aði. Fjall'kil fram fara venjulegasí um og ept-
ir sláttar lok; þó ber við, að göngur eru dregn-
ar um vikutíma apíur á haustið þegar vrl
viðrar, og tel jeg það sem optast óráðlegt, því
svo getur að borið, aðþó bezta tfð sje allt fram
undir Mikaelsmessu, þá spillist .veðurfar opt stór-
kostlega urn það leyti, sem bæði getur gjört
öll fjallskil hálfu erviðari, og einnig valdið því,
aö margt fje farist forgörðum á afrjettum og
víðar; hefir þetta ekki ósjaldan borið við, en
þótt göngur hafi ekki vcrið færðar. f*á ætíi
hver bóndi ávallt að leggja til fjallskilanna
hinn duglegasta vinnumann sinn, eða sem væri
því verki bezt vaxinn af hjúum hans; er það
háskalegur ósiður, sem snma því miður henrl-
ir, að leggja til gangnanna ónyfjeinga, scmlít-