Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 116
118
J)au geta með illu eptirdæmi spiilt r<5 og friði
heimilisins, jafnvel bæði í andlegu og líkamlegu
tilliti, þvf ekki þarf nema eitt korn til að sfra
alit deigið.“
5. Hver sá húsbóndi, sem ekki er hindraður
af embættisönnum eður heilsulasleika, ætti að
segja jafnan sjálfur fyrir verkum á heimili
sínu, og sjá um, að þau sje unnin eptir hans
skipun. Ber honum þó að gæta allrar ná-
kvæmni í því að ætla hverjum það verk, scin
honum er bezt lagið að vinna, og engum meira
en hann getur afkastað. Allar sínar skipanir
skyldi húsbóndinn láta öllu heldur vera í biðj-
andi en skipandi formi, og aldrei skyidi hann
beita valdinu nema í ftrustu nauðsyn. Með
blíðlyndinu laðar maður að sjer hjörtu allra
vel hugsandi hjúa, en stór orð og strangar skip-
anir fjarlægja mann hjúinu, og setja það milli-
bil milli þess og húsbóndans, sein torvelt veit-
ir að komast yfir. Avinni maður hjúin með
blíðlyndi, er það víst, að þau vinna verk sitt með
trú og skyldurækt, en beiti maður harðind-
um, er þess að vænta, að það sem hjúin gjöra,
það gjöri þau a( úlfbúð og þrælsótta, og munu
þau verk trauðla verða blessunarauðug
6. Það tel jeg vel til fallið, að iiúsbóndi
leiti ráða til hjúa sinna, um verklag og verka-
skipun; og að hann taki ráð þeirra til greina
í bústjórninni, þegar honum þykja þau þess
verð. Með þessu móti ávinnst það tvennt:
Fyrst ganga hjúin að verkinu með Ijúfara geði
og meiri áhuga, þegar verkinu er hagað eptir