Gangleri - 01.12.1870, Side 23

Gangleri - 01.12.1870, Side 23
23 bati kom, er frelsaði menn frá kollfellir; en fjenað- ur manna baföi þá nokkuð fjölgað eptir fjárpest- ina. Vorið var kalt, og opt hörð veður allt frain í fardaga og hafís úti fyrir. Bjargarskortur var þá mikill, einkum í Þingeyjarþingi; dóu þar nokkr- ir af megurð, en sumir flosnuðu upp. í Fljótum urðu margir bráðkvaddir, og ætluðu menn af því, að hákarl hafði of nýr verið lagður sjer til munns. Eptir miðjan júní braust eldur upp úr Skaptár- jökli, svo geysi mikill, að hann rann út sem straum- ur og eyddi 23 bæjum; heyrðust þá brestir mikl- ir og landskjáiftar; en eldur og sandrik var svo mikið að brennisteinsreykurinn barst yfir mestan hluta lands; sólin sýndist um hádag blóðrauð, og opt var svo mikil móða, að varla sást bæja á milli. Peningur varö horaður undan sumrinu og gulur á fótum og grönum, því að grasið varð gult af brenni- steinsfalli. Fjallagrös og aðrar ætijurtir ón/ttust, skógar eyddust og komu aldrei upp aptur, því vfða mátti melja kvistina í höndum sjer ofan til miös. Um sumarið varð heyskapur hinn bágasti, en þó verri að kostum; skáru þá ílestir þriðjung til helming af pening sínum; um haustið lagði vetur að snemma, með liríðum og jarðbönnum, svo fjenað varð að taka á gjöf mánuði fyrr enn vant var, og fór þannig fram allt til nýárs. 17 84. Þessi vetur var í versta lagi og var kallaður sfellivctur“. fó eigi væri hann um allt Iand harð- ari öllum vetrum öðrum, þá gjörðist hann þó hinn mesti óaldarvetur, sakir þess sem undan var farið. Veðrátta var hörð og óstöðug, og frosta-

x

Gangleri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.