Gangleri - 01.12.1870, Síða 37

Gangleri - 01.12.1870, Síða 37
37 spuröi hana, hvort hón hefði ekki fengið línu frá mjer, „A! Er þjer farið að leiðast eptir svari ? Vertu þolinmóður“. Petta sagði hún hálfglottandi. Að hverju var hún að glotta? Var hún að hæðast að hinum barnalegu til- finningum mínum? Eða var hún að reyna til að dylja einhverja ógeðíellda hugsun er vakti í brjósti hennar? Mjer fannst í orðmn hennar liggja loforð um svar. Að það yrði ógeðfellt, þótti mjer nú auðsætt. BVertu þolinmóður<£. Það var liart lögmál. „Löng er nótt, langar eru tvær, hve má jeg þreya þrjár“ ? hugsaði jeg með sjálfuin mjer. Engu að síður juku þessi orð hennar mjer nýtt þrek. Jeg ásetti mjer að reyna að vera þolinmóður, að minnsta kosti þar til er jeg fengi svar. Eptir litla þögn hóf jeg máls á einhverju öðru. Við skröíuðum um hitt og þetta stundarkorn. Jeg var þó ærið órór. Svo mikið sem jeg hafði þráð fund hennar, þá þráði jeg nú enn meir skilnaðinn, og varð þeirri stundu fegnastur, er við komum heim á hlaðið. Hjartað barðist milli vonar og ótta í tvo eða þrjá daga. Jeg var þó öllu rólegri enn áður. þó var þol- inmæðin ekki allskostar staðföst. Næsta sunnudag fór jeg í kirkju. Jeg var í nokk- urs konar dái eða dvala, og veitti því litla eða enga athygli er fram fór. En við og við sendi jeg þögul bænarandvörp í himininn fyrir henni, sem var mjer allt, og líklega fyrir mjer líka. Allt í einu hrökk jeg upp. Jeg heyrði nafn henn- ar. Það var engin misbeyrn. það var verið að lýsa „til cktaskapar í fyrsta sinn“ með henni og manni nokkr- um ungum og efnilegum þar í sveitinni. það má geta nærri, að mjer varð hverft við. En „vertu þo]inmóður“. Þessi orð hennar bergmáluðu nú með tvöföldu aíli í hjarta míno. þau veittu mjer nýan kjark, og að nokkru leyti forhertu mig. Jeg gat ekki

x

Gangleri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.