Gefn - 01.01.1874, Síða 21

Gefn - 01.01.1874, Síða 21
21 og öll lög eptir hafjafnri stefnu, og sýnir pað, að firðirnir eru ekki til orðnir á þann hátt að jarðlögin hafi rifnað í sundur, heldur með því að sjórinn hefir þvegið þá innan.*) Leðja og aurmold benda á eyðileggíngu fjalla og jarðlaga, sem bæði hefir getað orðið af umbrotum og jarðhruni, og líka með efnisuppleysíngu jarðlaganna. Við þessa eyðileggíngu urðu efnin laus í sér og gátu því flutst úr stað og sezt yfir annan jarðveg. (Jm leið og þessi leðja og aurmold settust á nvjan mararbotn, þá námu þær sér sjálfar þar land, en létu eptir sig autt djúp í hafinu, þar sem þær áður voru; þángað streymdi því hafið, en grynnti á þeim sjálfum, og á þenna hátt kom nýtt þurrlendi, sem ef til vill einnig hefir hafist upp neðan frá, og þannig varð hið nýja land til. Allt þetta hefir orðið á ómælilega laungum tima og í enni mestu kyrð. Einúngis á suðurhluta landsins eru jarðmyndanir, sem benda á ýngri og sérstaklegar hreifíngar, svo sem Mosfell, Reykjanessfjöll og fíngvallasveitin. Stallagrjótið í kríngum Reykjavík sýnist vera ýngst.» Eptir skoðun þessari eru það því ekki eldfjöllin, sem hafa myndað landið, en þau eru öldúngis sér á landinu. Menn hafa því engan rétt til að kalla ísland tómt brunaland eða brunninn eldfjaliaklasa, eins og opt hefir verið gert, enda mun þetta helzt vera komið af því, að Hekla og Geysir hafa verið það einasta, sem menu vissu um land vort, og því hafa menu í hugsunarleysi ruglað um þetta, eins og ísland væri ekkert annað en Hekla og Geysir. En þetta gamla, viði vaxna land var ekki það ísland sem vér nú þekkjum, það var án efa allt öðruvísi í lögun, eins og öll náttúra þess var önnur; það sökk og varð undirstaða íslands. Menn hafa haft ýmsar aðrar skoðanir um þetta efni,2) ’) Eg held að hvorttveggja þurti til. 3) Winkler er enginn Neptunist, eins og Zirkel segir, en Wink-

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.