Gefn - 01.01.1874, Side 29
29
7. Jpráðjurtir (Naiadeae) vaxa í sjó, helzt þar sem
grunnt er; kunmigastur af þessum flokki er marhálmurinn,
sem hafður er til að láta í sængur o. fl. (8).
8. Kólfjurtir (Typhaceae) eru mjög smávaxnar og
vaxa í mýrum, mógröfum og tjörnum (sparganium natans). (1).
C. Tvífrævíngsjurtir (Dicotyledones).
1. Kaunguljurtir (Coniferae) eru í útlöndum stórvaxin
skógartre og eru það fura, greni og fleiri viðir. Laufin eru
nálmynduð (kallast harr, þar af barrtré, barrviðir) og
sígræn sumar og vetur; ávöxturinn er kaungull og eins og
hreistraður. Hjá oss vex af þessum flokki einúngis einir,
og er Iágvaxinn; það sem vér köllum einirber, er kvenn-
kaungullinn, sem en yztu ávaxtarlauf hylja eptir frjóvganina
og verða að þykkri og safaþrúnginni húð (2).
2. Kotúnsjurtir (Amentaceae) bera blómin á staungul-
þræði eða streng og mörg smá í röð og köllum vér þau
kotún; þær eru víðir og hjörk. Af jurtum þessum vaxa
þó nokkrar tegundir hjá oss, þó þær ekki verði svo stórar,
að hafandi sé til efniviðar; samt fegra þær landið og eru
til ýmissa nota (16).
3. Netlujurtir (Urticeae). Brenninetlur eru raunar
kallaðar illgresi og hamla öðrum gróða; samt eru þær
hafðar til sælgætis meðan þær eru úngar. Laufin eru sett
hárum, sem eru hol og svíða ef á er tekið, með því sýra
nokkur eða snarpur völrvil) kemur úr þeim þegar þau
brotna (2).
4. Hárjurtir (Callitrichineae) eru þráðmyndaðar smá-
jurtir, og hafa engar þeirra íslenzk nöfn; af þeim eru einúngis
tvær tegundir hjá oss, sem Oddur Hjaltalín kallar vatns-
stjörnu og hornurt (2).
'). Sýra þessi heitir maurasýra, og cr eitruð; hún er í maurum,
í eiturhroddum skorkvikinda og víðar.