Gefn - 01.01.1874, Side 31

Gefn - 01.01.1874, Side 31
31 «Ehrenpreis», því svo nefna pjóðverjar sðmu jurtina), og fleiri (14). 12. Skrápjurtir (Boragineae, Asperifoliaceae) hafa hárvaxin og hörð lauf, hnútalausan legg sívalan eða þá strendan; blómin sitja í klösum eða öxum. Meðal þeirra er kattaraugu, sem erlendis nefnast «gleymdu mér ekki», og eru ástagrös; vort íslenzka nafn hafa þau líklega fengið af köttum Freyju (6). 13. Enzíanjurtir (Oentianaceae) hafa flestar fimm- skiptan bikar og kránu, klasasett blóm og andstæð lauf. |>ær vaxa einkum á hálendum og á norðurhluta hnattarins; merkilegust þeirra er hjá oss horblaðkan, sem vex í mýrum og festir jarðveginn með enum laungu og seigu rótum sínum (hún kallast og reiðíngagras); í útlöndum er seyði soðið af laufunum og haft við flogaveiki og magakvillum, og þykir heilsusamlegt (11). 14. Lyfjagrös (Lentibulaceae) vaxa um allan heim híngað og þángað, en standa hvergi þétt. Af þeim eru tvær tegundir hjá oss, og helir á annari verið átrúnaður, því hún heitir mörgum nöfnum (hleypisgras, kæsisgras, lyijagras, Jónsmessugras, krosslauf, pindiljurt) (2). 15. Prímúlujurtir (Primulaceae) hafa fimmskiptan bikar og krúnu og vaxa einkum á fjalllendum; af þeim eru þrjú kyn hjá oss, sem vér ekki vitum að hafi neitt íslenzkt nafn (3). 16- Lýngjurtir (Ericaceae) hafa sígræn lauf, liðuð neðst við legginn; þær vaxa einkum á austurhluta hnattarins og þekja heiðar og hálendi víðs vegar og veita löndunum einkennilegt og þægilegt útlit. Meðal þeirra má nefna aðalbláber, sortulýng og beitilýng (15). 17. Klukkujurtir (Campanulaceae) eru svo nefndar af lögun blómsins; af þeim eru hjá oss einúngis tvær tegundir, og heitir önnur bláklukka (2).

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.