Gefn - 01.01.1874, Page 37
37
dýra vorra er ekti minni en annarstaðar, og samsvarar
hnattstöðu lands vors; það er yfir höfuð undir smekk
manna og tilfinníngu fyrir náttúrunni komið, hvernig menn
líta á þenna hlut; en ekki er neitt undir því komið í
rauuinni að litirnir sé fagrir og sterkir: hrossagaukar og
heiðlær, til að mynda, eru miklu fegri fuglar en sumir
páfagaulcar og rpiparfuglar, því fyrir utan það að hin
smágjörva litardeilíng enna fyrrnefndu gerir þægilegri áhrif
á sjón vora, þó litirnir sé gráleitir eða gulleitir, þá er allt
sköpulagið líka fegra og fuglslegra; fálkar og ernir eru
taldir fegurstir og fullkomnastir fugla, einmitt af því hversu
tiguarlegir og kraptmiklir þeir eru að útliti, og yfir höfuð
þurfum vér ekki að sakna þess. þó oss vanti vmsar dýra-
myndir enna heitari landa, sem engin fegurð er í, þó þær
sé merkilegar sem náttúruhlutir. — þó dýrin sé fremur fá
hjá oss, þá lífga þau samt land og sjó fyrir hverjum þeim
sem heíir nokkra sjón á náttúrunni; færri munu þeir vera
sem ekki hafa eitthvert yndi af því »þegar álptir af ísa
grárri spaung fljúga austur heiði með fjaðraþyt og saung«;
eða af sólskríkju á kletti eða hraundrángi, þar sem kónguló
á sér vef uppi yfir bláklukkum og umfeðmíngsgrasi og
öðrum jurtum, sem verða opt furöulega magnaðar af sólar-
liitanum og hávaxnar í gjótunum, sem hlífa fyrir öllum
vindum; á þvínær grasiausum melum finnum vér málmgljáandi
járnsmiði og gullsmiði vappa á milli steinanna; og sem
mótsetníng þess er mýbitið víða sannkölluð plága fyrir menn
og málleysíngja. En þó má segja, að sjórinn sé hið eiginiega
leiksvið ens dýrslega lífs hjá oss, og það ekki einúngis um
sumartímann, heldur og einnig á veturna. I ti á djúpinu
blása hvalirnir, og inni á fjörðum og víkum er eins og allt
audakynið hafi mælt sér mót, og má segja með sönnu, að
þar sxngur hverr með sínu nefi — allt þetta rninnir oss á,
að líf sé einnig fyrir utan mannlegt líf, og vér getum í
rauninni aldrei skvgnst inn í þetta dýrslega líf svo ítarlega,
að vér getum sagst þekkja þaö alveg. pess vegna er öll