Gefn - 01.01.1874, Side 42

Gefn - 01.01.1874, Side 42
42 en aðgreinast frá þeim á því að skel þeirra er holótt, og tejgir dýrið ánga sína þar út um. þessi dýr eru næsta smávaxin og hafa fyrrum verið svo mörg, að úr þeim hafa myndast heil jarðlög og grjótbjörg, hentug til byggínga; úr þeim eru pýramídar Egiptalands bvgðir og því nær öll Parísarborg. [>au eru hvívetna á mararbotni og d’Orbigny taldi því nær fjórar millíónir þeirra í einu pundi af sandi. Önnur frumdýr hafa ekkert kalkhýði; þau lifa og mjög stutta stund (þó þau geti svæfst í frosti og lifnað aptur), og menn geta í sjónaukanum séð þau fæðast, æxlast og deyja á fáeinum klukkustundum. Menn þekkja hjá þeim enga vöðva, taugar né skilníngarfæri. Til þessa dýraflokks heyra njarðarvettir (Spongiae, Porifera), sem sumir raunar efast um hvort séu dýr eða jurtir; út úr líkama þeirra eða holdi smitar efni sem harðnar og verður að einskonar holdgrind, hornkendri, kalkkendii eða sveppkendri; þeir eru í öllurn höfum hnattarins, fáir í fersku vatni, og standa á klettum og steinum, opt á miklu djúpi. Nytsemi þeirra er sú, að ýms smádýr taka sér bústað í þeim, eða þá nærast á þeim, og menn hafa þá til þvotta, eptir að búið er að hreinsa og sjóða úr þeim hlaupið. 2. Holdýr (Coelenterata) eru geisladýr og standa líkamspartar þeirra eptir 4 eða 6 tölu; þau lifa öll í sjó og eru blómdýr og marglittur. Nafn sitt dregur deild þessi af því, að blóðrásin og meltíngin verður í einu og sama rúmi og á sérlegan hátt; þau hafa taugar og vöðva, og skilníngar- færi; eru þau því einu stigi hærra sett en hinn fyrsti flokkur- inn. A. Blómdýr (Anthozoa) eru að ytri ásýndum eins og blóm með legg og laufum, mörg með fegurstu litum, búa opt í kalkhúsum, sem smita út úr dýrinu og verða eins og kvistir og greinar, flækjóttar kalkkúlur, geislaflögur, pípur og skálar utanum dýrin, en þau eru þar föst í og ná öðrum dýrum með aungum sínum og örmum. Kalkhús þessi köllum vér marmennilssmíði og kúríel (kórall,

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.