Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 44

Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 44
44 skapaðir, margir með liðum eða hríngum, en vanta liðaða fætur; sumir eru liðalausir og fótalausir, margir hafa bursta og skriðnabba, sogskálar eða haldki’óka; margir hafa skynjanartól (sjón, heyrn og þreifíngu), en margir eru og án þeirra. Flokki þessum hafa menn skipt á ýmsan hátt og þókt hann illur viðureignar. Lífseðli hans er að vissu leyti á lægra stigi en enna þegar töldu flokka. Vér gerum ráð fyrir að A. Hjóldýr (Rotatoria) finnist á íslandi eins og frumdýriu; þau sjást ekki nema í sjónauka og hatá áður talist með frumdýrum. þau lit'a í vatni og sjó, allstaðar á jörðunni. Á þeim er eins og hjól með bifhárum, sem þau snúast í kríng með; þau hafa rauð augu, sum einúngis eitt, og þreiflngaránga; þau eru flest skjót í hreifíngum. — B. Iðu-ormar (Turbellaria) gera hríngiðu í vatninu með bifhárum sínum; þeir eru flestir flatvaxnir og kölluðust því flatorraar (Planariae), sumir eru mjög lángir. — C. Skálormar (Cotylidea) hafa sogskálar; þeir eru a) Bandormar (Cestoidea), mörg dýr samanhángandi; það sem þau hánga á heitir »höfuðið« eða foreldrið (Scolex), og hángir það fast á 2 eða 4 sogskáluin eða þá á krókum; frá því vaxa liöirnir, svo þeir sem þar eru næst, eru ýngstir. Bandormar koma úr eggjum, sem verða að blöðruormum eða sullum (Cystica) og eru þrennskonar að mynd og eðli (Cysticercus, Echinococcus og Coenurus) í hundum er Taenia echinococcus; egg þess orms flækjast frá hundunum í menn og verða að Echinococcus veterinorum og geta lifað í þrjátíu ár, en verða ekki að baudormum meðan þau eru þar (lifrarveihi). þessir hundaormar eru ekki meir en sjöttúngur þumlúngs aö lengd; aðrir bandormar verða margar álnir. — b) Blóðsugur (Hirudinea) segja menn að linnist hjá oss í mýrarpollum og tjörnum, en þær eru aðrar en þær sem læknar nota1). þær eru breiðar og ') Lækníngabók Jóns Peturssonar bls. 203 not; Eggert nefnir og blóðsugur, en það eru allt aðrar tegundir. Sömuleiðis Mohr.

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.