Gefn - 01.01.1874, Side 45

Gefn - 01.01.1874, Side 45
45 flatvaxnar, með sogskál á öðrum enda eða báðum. — D. J>ráðormar (Nematelmia) eru lángir og þráðmyndaðir. Til þeirra heyra hríngormar í iiski, spólorma,r og nálgur í mönnum. — E. Burstaormar (Chaetopoda) hafa bursta eða hár á liðunum. optast skúfsett, sjaldnar strjálsett; þeir lifa einkum í sjó, fáeinir á landi, anda með tálknum, eða með húðinni: tálknin eru ýmist á höfðinu, eða bakinu, eða annarstaðar. Hjá oss eru: ánamaðkur (Lumbricus), tálkn- laus, spillir jurtum; nípuskel (Serpula), með tálknum á höfðinu; fjörumaðknr (Arenicola), með tálknum á bakinu, gefur frá sér gulan vökva; er hafður til beitu; skeri, blöðruskeri (Nereis og fleiri kyn) sem gúlpar kokinu á sér útúrhöfðinu; flæðarmús (Aphroclite) skeljuð með hárflækju, 2 eða 4 augum, burstarnir ljóma með öllum litum og hafa gefið tilefui til átrúnaðar um fédrátt. 5. Liðfætíngar (Gondjlopoda. Arthropoda) eru tvíhliðuð dýr með holum og liðuðum fótum, kjálkum og aungum, húðskurni; anda með loptrennum, færri með tálknum; taugakerfið er kviðstrengur. A. Skelskúfar (Cirripedia) eru lausir fyrst, og hafa eitt auga, en með aldrinum missa þeir það, vaxa fast á öðrum endanum (eru í því gagnstæðir marglittunum) og fá skelhús; þeir hafa 12 fætur eða fótaskúfa og anda með tálknum; þeir eru í sjó eða á ýmsum hlutum sem sjór gengur yfir (á skipum og klettum, hvölum og stórfiskumj; þeir eru tvennskonar: helsíngjanef (Lepas) og hrúðurkarl (Balanus). — B. Krabbar (Crustacea) anda með tálknum, hafa brjóstfætur og kviðfætur og hala, flestir augu og heyrnartól. jæir lifa flestir í sjó helzt nærri landi, fáeinir á rökum stöðum. Mörg krabbakyn lifa á öðrum dýrum og sitja þar fastir og kallast þá lýs (á þorskum og heilagfiski t. a. m.); sum eru veidd til manneldis (humarr, marþvari), en hjá oss er ekki nógu mikið til af þeim tegundum. Krabbar vorir eru a) Fiskætur (Ichthyopthira), mjög litlir vexti, lifa á fiskum og sjódýrum (þorskalús, heilagfiskislús). — b) Blaðfættir

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.