Gefn - 01.01.1874, Page 46

Gefn - 01.01.1874, Page 46
46 (Phyllopoda): vatnafló. — c) Jafnfættir (Isopoda): óskabjörn (loðpurka, taðfló). — d) Hríngfættir (Amphipoda): marfló, i þángi og sjó, etur og rífur í sig hræ (rújetið). — e) Munnfættir (Stomatopoda): ögn, át, Grænlandsögn, í rúmsjó. hvalafæða.') — f) Tífættir (Decapoda); þeir eru aptur a) Lánghalar (Macrouri): humarr, kampalampi.2) — /9) Blauthalar (Anomuri): kóngakrabbi, kuðúngakrabbi, felur halann í kuðúngi og dregur hann á eptir sér. — y) Stutthalar (Brachyuri): Pmargfætla. Maia? Eg hefi fundið eina tegund á Islandi, sem var Grapsus eða Nautilograpsus. — C. Kóngulær (Arachnoidea), anda með loptrennum, eða þá lúngnapokum, enar lægstu gegnum húðina; átta fætur, 2—12 augu; eiturkyrtlar liggja út í bitbroddinn og drepa smádýr; á milli iðranna eru kyrtlar með límsafa, og liggja þaðan gángar út í vörtur á rassinum; safi þessi er seigur, en harðnar í loptinu, hann myndar kóngulóarvefinn (sumar spinna samt ekki). Engin heyrnartól hafa menn fundið, en bábiljusðgur eru sagðar um að þær hendi gaman að saung. Flestar lifa á landi, fáeinar í sjó og vötnum. Til þessa flokks toljast kóngulær og dordínglar (fjalla-, hnoða- kónguló; gullberi?), maurar (kláðamaur á dýrum og mönnum, fleiri kyn en eitt) og fleiri smádýr sem lifa í íjörunni undir steinum og þángi (steinalús). — D. Fjölfætíngar (My- riapoda) eru lángvaxnir og hafa marga liði, og tvo eða íjóra fætur á hverjum (nema 5 eða 6 þeim fremstu); þeir anda með loptrennum, sumir hrínga sig saman þegar þeir verða hræddir. E. Skordýr (Insecta) hafa þrískiptan ') Kratibar þessir kallast Mysida eða Schizopoda, en eptir merkíngunni felur „átu og „ögn“ í sér öll þau dýr sem hvalir eta, og eru þau margs kyns (marglittur, clione o. s. fr.). !) Marþvari eða marþvara telst í Eddu með tiskum, eins og humarr; getur því verið krabbi; Eggert segir að svo kallist ætikrabhi (Reie) fyrir vestan; Espólín segir að síldartegund kallist svo íyrir norðan, og Björn Ilaldórsson þýðir þetta orð „lupus marinus11.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.