Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 49

Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 49
49 (Heteromya): kræklíngur (Mytilus); aða (Modiola), báðar ætar. c) með tveim jöfnum vöðvaförum (Isomya): hjarta- skel (Cardium); kúskel (Cyprina); gimburskel (Astarte)-, sogskel (Thracia); sandmiga (Mya), rostúngafæða, mjög etin í Norður-Ameríku; annars eru kyn þessi fleiri æt. d) boruskeljar (Inclusa. Tuhicolae), búa fiestar í kalkpípum, bora gánga: bergbúi (Pholas), hafður til beitu á Englandi, önnur tegund er etin í Vesturindíum; trémaðkur (Teredo), borar í tré og gerir feikna, spillvirki á skipum og annvirkjum. — D. Vængfætíngar (Pteropoda), sjódýr, hafa væng- mynduð hreifíngarfæri: engin þeirra dýra eiga sér íslenzk nöfn, en hjá oss eru Spirialis, með skel, og Clione, án skeljar; af henni úir sjórinn og hún er ein hin helzta hvala- fæða. — E. Kviðfætíngar (Gasteropoda) hafa eina skel, eða fleiri en tvær, en aldrei tvær einar; sumir hafa enga skel; sé skelin toppsnúin, kallast hún kúfúngur (kuðúngur); þeir hafa skriðflögu á kviðnum. Til þeirra teljast a) skipstennur (Dentalium), sem hafa lánga og bogna skei; b) baktálknar (Notobranchiata), hafa engin íslenzk nöfn (Aeolidina, Doridiná); c) þrístrendíngar (Chitonidea) haf'a átta skeljar á bakinu (Chiton); d) hríngtálknar (Cyclobran- chiata), með typptriskel: olnbogaskel (Patella); e) skjald- tálknar (Aspidobranchiatá): skelin typpt eða flöt og lítið toppsnúin: silfri (Trochus); f) kambtálknar (Ctenobranchiata): nákóngur, beitukóngur (Purpura); eggin heita »sætukoppar«; liafkóngur (Fusus); hafsnígill (Tritonium); meyjarpatta (Natica); fédugga (Litorina) og ýmsar fleiri tegundir, sem ekkert lieita á íslenzku nema »kuðúngar«; sum þessara dýra gefa frá sér purpuravökva. g) lúngnasníglar (Pulmonata) anda með lúngnapoka hægramegin; þeir sem hafa kuðúng, geta lokað lionum með flögu eða loki á skriðflögunni; sumir hafa engan kuðúng. Jæir hafa aúgu á fálmstengunum, og lifa ýmist á landi, eða í tjörnum, mógröfum og pollurn. Brekkusnígill (Limax, Arion) er kuðúngslaus. (Sníglar eru etnir í útlöndum; sníglavatn var áður haft til læknínga). 4

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.