Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 9
9 hvort hún er kennd við Martein biskup Einarsson, eða við hínn helga Martein, sem kirkjan í Haukadal var helguð. Nú A dög- um er hjer raunar engin laug. Þar stendur hverahrúðurs-klettur út úr lækjarbakka, og við hliðina á honum vellur sjóðandi vatn upp úr smáholum. I klettinum er bolli, liklega af mönnum gjör, má ausa í hann heitu og köldu vatni eftir vild og þvo svo úr honum. Er kletturinn hæfilega hár til þess. Án efa hefir þessi litli hver verið búinn að mynda utanum sig bungu af hvera- hrúðri, sem menn hafa brotið og fært burt til bygginga. En klettur þessi hefir verið skilinn eftir, og gjörður að nokkurskon- ar þvottalaug. VIII. Legsteinar í Bræðratungu. í Bræðratungukirkjugarði eru 3 legsteinar, og mynda þeir nú á dögum stjett frá sáluhliði til kirkjudyra; áður voru þeir í kirkjugólfi. Nú er einn þeirra orðinn svo máður, að ekki verð- ur á hann lesið; en fullyrt er, að það sje legsteinn Gisla lög- manns Hákonarsonar; svo segir Sigurður Pálsson. Hinir eru yfir Hákon Gislason og yfir Jarðþrúði Hákonardóttur. Grafletrin á þeim skrifaði jeg upp og læt fylgja hjer með. Aðrar fornmenj- ar fann jeg þar ekki. IX. Hoftóft í Fjalli á Skeiðum. Efst i túnjaðrinum í Fjalli á Skeiðum er hár hjalli með klettabrún, en aðrir klettar fyrir ofan. Heita allir klettarnir einu nafni Hofklettar. Á hjallanum er fagurt útsýni. Þar sjest móta fyrir fornri tóft, er liggur frá suðaustri til norðvesturs, eft- ir suðvesturbrún hjallans, og hafa dyrnar verið á hliðveggnum þeim megin. Frá dyrunum til suðausturendans eru nál. 6 faðm- ar og þar er tóftin einna breiðust, nál. 3 faðm. Til norðvesturs frá dyrunum eru nál. 4 faðm. að afhústóftardyrum og fer tóftin heldur mjókkandi þangað frá útidyrunum, svo að við afhúsdyrn- ar er hún ekki orðin yfir 2 faðma. Þetta er mælt út á veggi; en þeir eru raunar nokkuð óglöggir og þó einkum suðaustantil, því grjótið hefir verið tekið úr tóftinni á seinni tímum og tveir smákofar byggðir úr þvi fyrir austan tóftarendann. En svo hef- ir aftur verið sljettað yfir, svo ekki sjást nema litlir hryggir þar sem veggirnir voru; þó mótar allstaðar fyrir þeim. Dyrnar yfir 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.