Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 14
14 moldin ljósleit, og þegar neðar dró, blandin smíðjumó og með hörðum sandlögum. Hvgg jeg að sú mold hafi verið þar frá því fyrsta, og hafi gólf hringsins verið grasgróið og nokkuð hátt, en hœkkað svo meir með timanum, eftir því sem jarðvegur þykkn- aði og sandur fauk i, þar til hann sljett-fylltist. Fjárborg hefir það ekki verið, og getur þá naumast verið annað en »dómhring- ur«, eins og í mæli er og örnefnið »Þinghóll« bendir líka til. En nú segja menn: »Dómhringar gátu ekki verið á hjeraðs- þingstöðum, því þar háðu menn ekki dóma, heldur á alþingi*. En þar við er þess að gæta, að hjeraðsþingin voru haldin löngu fyr en aiþingi var sett, og er það ekki efamál, að þá hafa menn háð dóma á hjeraðsþingunum, og frá þeim tíma geta »dómhring- arnir«, sem sjást á svo mörgum fornum þingstöðum, haft það nafn. Og þó dómar hafi ekki verið háðir þar eftir að alþingi var sett, þá voru þó hjeraðaþingin þó ekki haldin til einskis, heldur var hjeraðsstjórnarmálum skipað þar. Til þess hafa menn haldið sína þingfundi eftir föstum reglum og á vissum stöðum, sem til þess hafa verið friðaðir og sem oftast, ef ekki allt af, umgirtir. Þannig má skilja tilgang þessara hringa. Þó þeir sjáist ekki á öllum fornum þingstöðum, er ekki að marka. Fyrst er það ekki alveg víst, að þeir hafi álstaðar verið hlaðnir, og svo geta þeir sumstaðar verið eyðilagðir, ýmist af mönnum eða nátt- úrunni. Það er t. a. m. sögn, að dómhringur Þingskálaþings hafi verið þar sem bærinn Kaldbak stendur nú. Dómhring al þingis er hætt við að Öxará hafi brotið af. (Þó Runólfur goði setti dóminn á Öxarárbrú, þá sannar það ekki, að dómhringur hafi ekki til verið, heldur að eins að dómur var gildur, þó hann væri settur annarstaðar). Það er einkennilegt við Árness-þing- staðinn, að dómhringurinn er svo langt frá búðunum. Orsakir til þess er ekki hægt að gizka á, þar eð við engar sögulegar bendingar er að styðjast um það efni. Ekki er hægt að segja með vissu, hvar hofið að Hofi hefir staðið. Nálægt Stóra-Hofi sjást engar fornar rústir, en hjá Minna- Hofi er talsvert af rústum og girðingum frá fyrri öldum. Þar mun því hoftóftarinnar að leita. Ferhyrnd girðing er skammt fyrir sunnan túnið. Hún er utan um bunguvaxna flöt, sem tóftir eru á eftir tvo smákofa eigi forna. Verið getur, að hofið hafi staðið f þessari girðingu, en verið rifið niður og sljettað út eftir kristni; smákofarnir svo byggðir þar aftur seinna. En það eru líka fornar rústir fyrir neðan hlaðbrekkuna á Minna-Hofi. Þær eru miklar fyrirferðar, en óglöggvar. Þó er ein þeirra hin aust-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.