Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 15
15 asta, alls eigi ólík þvi, að hún gæti verið hoftóft. En hjer er ekki við neitt að styðjast, nema mismunandi tilgátur. Gat jeg því ekki ráðist í að láta grafa í þessa staði. í fljótu bragði lægi næst að ímynda sjer, að í fyrstu hafi þingstaðurinn verið að öllu leyti frammi í Arnesi, en verið að öllu leyti fluttur upp fyrir, þegar áin skar Arnesið frá. En ef búðirnar hefðu verið frammi 1 Arnesi, þá hlyti tóftir þeirra að sjást þar. En þar sjást engin merki til fornra mannaverka nema dómhringurinn. XI. „Brúnahaugur“. Landnáma segir (V. 10.) að Olafur tvennumbrúni liggi »í Brúnahaugi undir Vörðufelli«. Sú sögn hefir gengið, að Brúna- haugur sje sama sem »Einbúi«, er stendur í fögrum hvammi, sem Nátthagi heitir, uppi undir háfjallinu fyrir norðan túnið í Fram- nesi. »Einbúinn« er raunar ekki annað en stór klettur, einstakur og nokkuð einkennilegur í lögun, aflangur og söðulbakaður, sem menn kalla. Mest-allur er hann hulinn þunnum jarðvegi. Ekki þótti mjer hann liklegur til þess, að fornmenn hefðu valið hann fyrir greftrunarstað, þó náttúrlegir hólar hafi stundum verið not- aðir til þess. Dálítil upphækkun var á suðurenda hans og sá þar á steina, er hreifa mátti. Ljet jeg því grafa þar i, ef þetta kynni að vera dys. En það sýndi sig brátt, að upphækkunin var föst klöpp, þegar búið var að taka buit hina lausu steina.— Líklega er hinn rjetti Brúnahaugur fyrir neðan fjallsrætur, þar sem nú er mýri, og getur hann verið þar í einhverjum smárim- anum, eða þá niðursokkinn og horflnn. XII. Helgahváll. Helgahóll heitir í hrauninu fyrir sunnan Arhraun. Það er hár kringlóttur hraunhóll, og er það án efa »Helgahváll«, sem Landn. nefnir, þar sem Helgi trausti fjell. A hólnum er upp- hækkun, sem þó er næstum í tvennu lagi. Gæti það verið dys, er siðar hefði þá verið grafið upp. Það er líka sennilegt, að Helgi hafi verið »heygður« þar í hólnum. — Munnmæli segja, að Helgi trausti hafi búið á Helgastöðum á Skeiðum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.