Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 20
20 er kölluð iKirkjugólfíð*, og er sagt, að klausturkirkjan hafl staðið þar í fyrndinni. Klöppin er á stœrð við stórt húsgólf, og næst- um vatnsflöt. Öðrum megin er nokkuð fallið úr henni, svo að skarð er eftir. Hún er sjerstaklega einkennileg að því, að hún er öll samsett af 5-strendum og 6-strendum stuðlabergssteinum, sem falla hver við annan; en alstaðar hefir þó sandleðja komið í milli og orðið þar að steini. Svo það er ekki að undra, þó maður ætli i fyrsta áliti, að steinunum sje raðað saman af mönn- um og limdir með steinlími. Til að ganga úr skugga um það, ljet jeg grafa niður með klöppinni, og sást þá, að hún er jarð- fast berg. En af því liún er svo sljett og hallalítil, þá má ekki fyrir það synja, að kirkjan hafl verið sett á hana fyrrum, ef til vill. Þó ætti þá líka bærinn (Kirkjubær) að hafa staðið þar nærri. En ef svo skyldi hafa verið, þá hljóta menjar hans nú að liggja faldar undir sandi. En þá ætti bærinn að hafa verið tvisvar fluttur. IV. Legsteinar í Kirkjubæjarklausturs kirkjugarði. Þar sem Kirkjubæjarklaustur stóð, áður en bærinn var færð- ur þangað sem hann er nú, sjást allglöggar rústir af bænum, kirkjunni og kirkjugarðinum. Grassvörður hefir aldrei blásið þar alveg af; en nú virðist þar farið að gróa upp það, er spillzt hafði. í kirkjugarðinum eru 2 legsteinar. Það eru stórir 5-strend- ir stuðlabergsdrangar islenzkir og latinuletur á. Á öðrum er 1 lma, öll læsileg. Þar stendur: »H. Hviler F. S. kvinna Sigridr Ihormo. do. 1683 (1693?). Hinnhefir verið alsettur letri nema á þá hlið, sem hann liggur á. En af þvi steinninn er áveðurs, er hann orðinn svo sandborinn, að torvelt er að lesa á hann. Þó þóttist jeg geta sjeð þessi orð: *Fœdd 1728 þann 10. Februarii*. Þau eru ofan á steininum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.