Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 25
25 verið byggðir síðar. En ekki er hægt að fá neina víssu um þetta, þvi sögurnar vanta. Guðmundur bóndi Guðmundsson i Teigi, greindur maður og fróður, sýndi mjer tóft þessa og gat þess um leið, að bráðum mundi vatnsveitingaskurður verða grafinn svo nálægt henni, að af þeim vatnsaga, sem þar af hlyti að orsakast, mætti búast við að tóftin yrði eftir eigi alllangan tíma niður sokkin og horfin með öllu. Kom okkur því ásamt um, að vert væri að geta hennar áður. III. Þingskálaþingstaður. Af því Sigurður Vigfússon rannsakaði Þingskálaþingstað 1883, gjörði jeg ekki uppdrátt af honum, en skoðaði hann þó og taldi þar yfir 40 búðatóftir, sem flestar liggja eins og í belti yfir- um þvert túnið og niður með því að vestan. Sumar eru þó of- ar eða neðar. Gil hefir brotið sumar burt að mestu, og traðirn- ar liggja gegnum sumar. Búðir Njáls og Gunnars eru sýndar fyrir neðan bæinn og búð Marðar Gígju á að hafa verið þar sem bærinn er. Dómhringurinn á að hafa verið þar sem bærinn Kaldbak er, og þar í túninu eru fáeinar búðatóftir. »Blótsteinn« er sýndur i bæjarvegg á Þingskálum. Hann er úr »breccie» og því án efa aðfiuttur. 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.