Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 30
Grettisbæli í Sökkólfsdal. Svo segir í Grettissögu, 67. kap.: »Reið Grettir þá suður Holtavörðnheiði, ok ætlaði að hefna Hallmundar ef hann hitti Grím. En er hann kvam í Norðurárdal, frétti hann at Grímur var fyrir tveim vetrum eða þremur á burt þaðan, sem fyr var sagt .... Snéri hann (Grettir) þá til Breiðafjarðardala, ok hafð- ist við í Austrárdal ok sætti þeim mönnum er fóru yfir Bröttu- brekku«. Annað handrit hefir: »Sökólfsdal« í staðinn fyrir Austr- árdal, og dettur manni strax í hug, að það muni vera rjettara, þar eð vegurinn liggur um Sökkólfsdal, en eigi um Austrárdal. Þó mætti líka imynda sjer, að Grettir kynni að hafa haft aðset- ur sitt í Austrárdal, sem er afdalur austur úr Sökkólfsdal, og gjört þaðan úthlaup til að ræna ferðamenn, sem fóru um veg- inn. Hvar hann var, þegar Þóroddur Snorrason kom til hans, er ekki nákvæmlega ákveðið, enda stæði á sama þó svo væri; ekkert yrði af því ráðið um það, hvar Grettir »haíðist við«, því þaðan gat verið lengra eða skemmra þangað, sem þeir hittust. En hjer vill svo vel til, að vegsummerki sýna enn í dag hvar það var, sem Grettir »hafðist við«. Það var í Sökkólfsdal. Þar heitir enn í dag Grettisbœli og sjer þar votta fyrir skálatóft hans. Vegurinn suður eftir Sökkólfsdal liggur fyrst austanmegin árinnar, sem rennur eftir dalnum, er þá farið þvert fyrir mynni Austurárdals og svo vestan undir múla þeim, er skilur dalina, þá vestur yfir ána og inn eftir dalnum vestanmegin hennar. Þá er þar er komið, blasa við í hlíðinni hinum megin skriðu-hólar miklir. Hefir löngu fyr en landið byggðist, sprungið þar úr fjalls- brúninni stykki allmikið og hrapað niður; hafa skriðu-hólarnir myndast úr þvi, er það muldist sundur. Hólarnir ná upp að hömrunum, sem mynda efstu brún fjallsins. Að ofan mynda þeir flatt þrep eða lítinn hjalla upp'við hamrana; er það grasi- vaxið og meir en hálf dagslátta að stærð. En svo hátt er þetta uppi í fjallinu, að neðan af veginum að sjá ber hólana við fjalls-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.