Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Qupperneq 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Qupperneq 31
31 brúnina, svo þrepsins gætir eigi. Þess síður hefir á því borið þá, er allt var skógi vaxið. Nú á dögum er Sökkólfsdalur raun- ar skóglaus; en 1 Reykjadal, við hliðina á honum, eru skógar- leifar; nú er lika skóglaust í Þykkvaskógi; en nafnið sýnir, að í fornöld hefir þar verið þyTchur sJcógur. Sökkólfsdalur hefir því óefað einnig verið skógi vaxinn á Grettis dögum og skriðuhól- arnir sem annað og þrepið uppi á þeim. Hefir þar því verið hinn hentugasti staður fyrir skógarmann. Hann þurfti eigi ann- að, en líta fram af þrep-brúninni, til þess að sjá hvern, sem um veginn fór, en gat sjálfur dulizt sem honum sýndist. Og þó menn hefði orðið þess vísari, hvar hann hafði aðsetur, þá var hann þar eigi auðsóttur. Raunar er þrepið sjálft eigi gott vígi fyrir einn, ef margir sækja, því allstaðar má upp á það komast; en þá var skammt til vígis upp undir hamarinn; hann er þar hár og þvernýptur og á einum stað skora inn í hann eftir leys- ingarvatn; þar er einum manni auðvelt að verjast fyrir fjölmenni í högga skiftum. Þenna stað hefir Grettir valið sjer til aðseturs og gert þar skála. Hefur hann verið ólíku betri en Grettisbæli í Axarfjarðarnúpi er lýst. Það virðist eigi hafa verið ætlað til langrar dvalar. En hjer mun Grettir hafa hugsað sjcr að dvelja lengur en raun varð á. En eigi var von að sá maður, sem lifði af þvi, að ræna ferðamenn, gæti haldist við á sama stað til lengdar. Umferð tókst af hvervetna þar, sem ófriður lagðist á, og svo mun hjer hafa orðið. Skálatóft Grettis á þessum stað er nál. 4 faðma löng og 2 faðm. breið út fyrir veggi. Innanmál er eigi hægt að sjá nema rifið væri til; þvi skálinn hefir fallið inn. Og svo er tóftin nú orðin niður sígin, að eigi ber hærra á henni, en þúfunum, sem í kring eru. En þegar að er komið, sjest hún samt glögg öll nema vesturhornið, það er nokkuð óglöggt, og muiiu þar hafa verið dyr skálans. Tóftin virðist vera úr grjóti einu, en er nú alþakin mosa. Hún er nokkuð norðar en á miðju þrepinu og nokkuð nær brún þess en hamrinum. Þó hefir skálinn eigi sjest neðan af veginum. Jeg skoðaði þenna stað 25. ágúst 1888, að tilvísun sjera Jakobs Guðmundssonar á Sauðafelli og Sumarliða bónda á Breiðabólstað. Eigi hreifði jeg neitt við rústinni. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.