Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Qupperneq 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Qupperneq 34
34 framburð þeirra mauna, er héldu henni á lopt og trúðu að hann væri heilagur maður, heldur styrktu þeir miklu fremur þessa skoðun (sbr. páfabréf frá 1255, 1266 og 1302 í Dipl. Norv. III, nr. 5, 9 og 50), enda íór svo þegar fram i sótti, að hann var dýrkaður i nálega öllum löndum hins kristna heims, þótt mest kvæði að helgi hans hér á Norðurlöndum og þá einkum þar sem vald erkibiskupsins i Niðarósi náði yfir. Þar voru honum eign- aðir 2 dagar á ári hverju og hátíðlegir haldnir svo sem fremst voru föng á, einkum í Niðarósi. Þessir dagar voru Olafsmessa hin fyrri á ártíð hans eða andlátsdegi 29. júlí (festum passionis (dies natalis) Sancti (beati) Olavi) og Olafsmessa hin siðari eða efri 3. ágúst (festum translationis (inventionis) Sancti (beati) Olavi), svo og báða fyrirfarandi daga (Olafsvökur); enn fremur hafa verið sungnar Olafstiðir hvern miðvikudag til minningar um líf- lát hans, að minsta kosti í þeim kirkjum, er sérstaklega voru helgaðar honum, og eru til enn í dag töluverðar menjar þeirra tíða (les og söngvar). Hér á landi voru honum svo sem öðrum höfuðdýrlingum og máttarstólpum kristninnar í kaþólskum sið helgaðar margar kirkjur og þar með honum fólgnar á hendur til varðveizlu frem- ur öðrum helgum mönnum. Eru það eigi færri en 30 kirkjur, sem honum hafa verið helgaðar einum og engum öðrum, en fyr- ir vist 20 aðrar voru honum helgaðar ásamt með öðrum, einum eða fleiri í hverjmn stað, og eru þó ótaldar þær kirkjur, er voru helgaðar öllum heilögum í sameiningu. í fiestum þessum kirkj- um eða öllum, þótt nú verði það eigi beint sannað, munu hafa verið líkneski Olafs konungs eða að minsta kosti litmyndir (skriptir) af honum, því að í kaþólskum sið höfðu menn nálega í hverri kirkju eitthvert þvilíkt sýnilegt tákn einhvers dýrlings og þá helzt þess, er kirkjan var helguð. Hér á landi sýnast skriptir þessar af helgum mönnum að hafa verið miklu algeng- ari en likneski, enda hafa þær eflaust verið miklu ódýrari; i sumum kirkjum voru jafnvel margar skriptir, þótt þar væri ekkert líkneski, að þvi er séð verður af máldögum kirknanna. Nú munu allar þessar skriptir vera glataðar en nokkur líkneski eru enn eptir, helzt af þeim mönnum, sem nefndireru í biflíunni, svo sem Kristi, Maríu, postulunum og ýmsum öðrum. Af Ólafi konungi voru til líkneski bæði á Sjávarborg í Skagafirði (1399), á Höfðabrekku (1352 og áður), í Biaskerjum (1397) og í safninu hér er líkneski frá Vatnsfjarðarkirkju og svo: líkneski Ólafx hins helga frá Kálfafellsstað,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.