Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Síða 39
Kistuhlið frá Hlíðarenda. Eptir Pálma Pálsson. Það er framhlið af kistu, 4 sundurlausar íjalir, sem nú eru negldar á umgerð til að halda þeim saman í upphaflegri mynd. Þrjár fjalirnar liggja á rönd hver uppi yfir annarri og eru mið- hluti kistunnar, þær eru 1,30 m. á lengd og allar til samans 1,08 m. á breidd, þar sem neðsta fjölin er ósködduð; en hin fjórða ris við enda þeirra og er 26 sm. á breidd og er nú lítið eitt styttri en breidd binna; við hinn endann hefir verið samskon- ar fjöl, en er nú glötuð. Allar eru fjalirnar úr eik. Á láréttu fjalirnar eru skornir 5 húsgaflar með sperruþaki og jafnháum turnum með hvassbogahvelfingum í miili; neðan undir hverju risi eru 3 litlar hvassbogahvelfingar, er ná upp undir þakskegg, en þar fyrir ofan, undir risinu, er afarstór hringur og rósagluggi innan í; en rósirnar innan í gluggunum eru ekki allar með sömu gerð, heldur eru höfuðdrættirnir í þeim: þríhyrningur, kross, víxl- lagðir þríhyrningar og vantar þar efsta geiraun, sem ætti að vera undir skránni, fimmblöðuð rós og ferhyrningur. Undir þess- um hvelfingum er hár grunnmúr, sem skipt er sundur í 14 jafna kafla ferhyrnda og 4 blöð í hverjum. Upp úr risunum standa 3 blöð hvoru megin og 1 upp af hverri bust eða mæni og sömu- leiðis upp úr turnunum; þau eru þrí- og fjórskipt og sum með blómknöppum (sbr. Worsaae, Nord. Oldsager. Kh. 1859 nr. 606) en í milli bustanna og turnanna eru mynduð kynleg dýr, öll með sama skapnaði, fuglshaus og löngu nefi flest og þó með eyrum, hálsinn langur og digur, en búkurinn lítill, skottið langt og mjótt í endann, en digurt upp; þau hafa 2 fætur með klóm og eru vængjalaus. Á endafjölina eru skorin 3 kynjadýr; efsta og neðsta myndin eru drekar með vængjum og stórum hrömmum; á efra

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.