Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Page 40
40 dýrina er mannshöfuð með kollháan hatt á höfði og stórt skygni fram af, en á hinu neðra er fuglshaus; miðmyndin er af annars- konar dýri og er á því fuglshaus með löngum fjaðraskúfi, er stendur beint upp; skottið er langt og mjótt og breiðkar í end- ann og klofnar þar í þrent; það sýnist helzt hafa 4 fætur eða hramma. — Skrá afarstór og með óvanalegri gerð hefir verið fyrir kistunni. Kistufjalir þessar eru komnar til safnsins 1883 frá Hlíðar- enda í Fljótshlíð og var kista sú, sem þær eru úr, höfð þar í bæjardyrum og mun hafa verið orðín fúin og ónýt, er fjalirnar voru teknar. Er eigi ólíklegt að kistan hafi upphaflega verið skrúðkista í kirkju þeirri, er var á Hlíðarenda í kaþólskum sið, en kistan mun hafa verið smíðuð um 1400 eða um það leyti, er gotneskt lag tók að ryðja sér til rúms hér á landi, einkum á ýmsu kirknaskrauti, og gæti því verið kista sú, sem Vilkinsmál- dagi (1397) segir að kirkjan eigi; en það er bert að hún er gerð á þeim tímamótum, þvf að blöðin á grunnmúrnum (sbr. Worsaae, Nord. Oldsager. Kh. 1859, nr. 527) og dýramyndirnar eru ann- ars ekki tíðkaðar á gripum með. gotnesku lagi, heldur er það alt miklu eldra.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.