Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Síða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Síða 1
Rannsókn í Þverárþingi suniarið 1903. Eftir Brynjúlf Jönsson. Einar sál. Guðnason á Hofstöðum í Stafholtstungum hafði skömmu fyrir dauða sinn skrifað stjórn Fornleifafélagsins og bent á nokkra sögu- staði í Stafholtstungunum og víðar, sem vafaspursmál gæti verið um og þörf væri á að félagið léti rannsaka. Það talaðist því svo til, að eg skyldi skoða þessa staði í sumar (1903), ásamt nokkrum öðrum, er eg hafði áð- ur í huga, þar á meðal að búa til uppdrætti af þingstöðunum. Mun eg nú skýra frá árangri rannsókna minna, og athuga hvern sögustað fyrir sig. 1. Þingnessþingstaður. Svo segir Islendingabók (5. k.): »En þeir voru sóttir í þingi því es vas í Borgarfirþi, í þeim staþ es siþan callat Þingnes«. Og Hænsa- Þórissaga segir (13. k.): »0k er vorar safna þeir at sér mönnum, ok fara suðr til Borgarfjarðar ok koma í Norðtungu ok stefna Arngrími til þings í Þingnes ok Hænsa-Þóri«. Sigurður sál. Vigfússon rannsakaði Þingnessþingstað 1884 og sá þar margar búðatóftir. En auðséð þótti hon- um, að þær væri frá mjög fornri tið og að eigi hefði þingstaður haldist þar lengi fram eftir öldum. Hefir hann án efa rétt í því. Það kann að sýnast undarlegt í fljótu bragði, að í einu og sama þingi, Þverárþingi, eru nefndir 2 fornir þingstaðir, Þingnes og Þinghóll, auk aðalþingstaðarins við Þverá. En þetta verður skiljanlegt, þegar þess er gætt, að fram til 965 voru þinghöld frjáls, og völdu höiðingjar þingstaði þar, er þeim kom á- samt um við þá, er að þeirri þingsókn vildu hverfa Meðan svo stóð, hafa Borgfirðingar, þeir er eigi hurfu að Kjalarnessþingi, haft sinn þing- 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.