Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Síða 2
2 stað í Þingnesi, — og meða! þeirra hefir Tungu-Oddur verið. — Og þá hafa Mýramenn haft sinn þingstað á Þinghól. En það er auðvitað, að bæði Þinghólsþing og Þingnessþing hlutu að leggjast niður eftir 965, er stofnað var eitt þing við Þverá fyrir þær þingsóknir báðar. S. V. heldur, að Þinghólsþing hafi jafnvel verið lagt niður áður en þeir Þórður gellir og Tungu-Oddur deildu, því annars mundi Þórður hafa stefnt brennu- málinu þangað, þar eð það mundi eigi lengra frá vetfangi. En þeirrar á- lyktunar hygg eg eigi þurfa. Það er víst mjög nær um vegalengdir frá Ornólfsdal til þessara þingstaða. En þórður gellir hefir álitið veginn til Þingness heldur skemmri; því hefir hann stefnt málinu þangað. Og ann- að þurfti ekki. —- Þá er eg kom til Þingness í sumar, til þess að búa til uppdrátt yfir þingstaðinn, þá greip eg heldur en ekki í tómt. Það er bú- ið að slétta hann allan út! Vér þurfum lög er friði fornmenjar. 2. I»verárþingstaöur. Eins og kunnugt er, var Þverárþing eitt af hinum þrem þingum í Vestfirðingafjórðungi sem lögákveðin voru þá, er fjórðungsdómar voru settir á alþingi og þingaskipun fastsett um land alt. Hélst það meðan þjóðveldistíminn stóð. Er ekki að efa það, að á Þverárþingstað hafa verið gjör eigi minni mannvirki en á öðrum þingstöðum. Var því ekki furða, þó Sigurði Vigfússyni brygði í brún, að finna engar menjar þessa þing- staðar, þótt hann leitaði vandlega. Gat hann til, að þingstaðurinn hefði verið á »Faxinu«, er svo var nefnt. Það var hálent éið milli Hvítár og Þverár, og tengdi það Stafholtsey við austustu Stafholtstunguna. En Hvítá brauzt á seinni tfmum gegnum þetta eið, og hefir nú brotið Faxið burtu alveg að kalla. Það getur varla hjá því farið, að þessi tilgáta S. V. sé rétt. Enda er það nú almenn sögn, að þingstaðurinn hafi verið á Faxinu. Þá sögn virðist S. V. ekki hafa heyrt. Og það er ekki að vita, hvort hún er eldri en tilgáta hans, eða sprottin af henni. Það getur hvorttveggja verið. Enn er dálítið nef eftir af Faxinu norðanmegin Hvít- ár, suðaustur frá Neðra-Nesi. Það skoðaði S V. ekki. En Einar Guðna- son getur þess í bréfi sínu, að þar sjáist fornar byggingaleyfar, er hann álítur búðatóftir. Hann segir svo: »Faxið, svo kallað, hefir verið jafn- breiður hryggur, sléttur, grasigróinn, og fallegar brekkur báðum megin, alt að 7—8 faðmar á hæð, og sléttar valllendiseyrar þar undir, einkum með Þverá. Sjást þess ljós merki ennþá. En á þeirn parti hryggsins, sem er Nesmegin, sýndist mér, fram við kastið sjálft, marka fyrir mörg- um búðatóftum og garðlagi fyrir ofan þvert yfirum. Þetta þyrfti að rann- saka betur en gjört hefir verið«. Þenna stað skoðaði eg í sumar og bjó til uppdrátt af honum. Vil eg nú lýsa honum svo gjörla, sem eg hefi tök á.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.