Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 9
9 nafnið er svo sjaldgæft, dettur mér i hug, að báðir þessir staðir muni kendir við eina og sömu Hróbjörgu. Það er kunnugt að Bersi goðlauss nam Langavatnsdal, en flutti sig þaðan í Hítardal. Má vera að Hróbjörg hafi verið honum áhangandi, búið í Hróbjargardal meðan hann bjó í Langavatnsdal, en svo flutt sig í Hítardal þá er hann flutti þangað. Eigi kom eg í Hróbjargardal. Þar kváðu eigi vera þekkjanlegar rústir. 8. Karlsdalur. Svo segir Lndn. (II, 3): »Karl nam Karlsdal upp frá Hreðuvatni ok bjó undir Karlsfelli. Hann átti land ofan til Jafnaskarðs til móts við Grím«. Bæði þau örnefni, Karlsdalur og Karlsfell, eru nú týnd, og lik- lega fyrir löngu. Hafa meun á síðari árum viljað setja þau í samband við Karlsbrekku í Þverárhlíð. Þar fyrir ofan er líka kallaður Karlsdalur og Karlsfell þar uppi á hálsinum. Má þó varla réttnefni heita, að kalla þar »dal« eða »fell«. Liggur mér við að gruna, að þau örnefni hafi myndast á seinni tímum út af tilgátum manna um Karlsdal og Karlsfell, er Lndn. nefnir. Þetta verður þó að tileinka þeim tíma, er sögurnar voru í fárra höndum og fæstir höfðu annað fyrir sér, en einstök atriði, er þeir heyrðu munnlega. Þeir sem höfðu Lndn. fyrir sér, gátu varla vilst á þessu. Hún ákveður svo greinilega hvar Karl nam land: »upp frá Hreðavatni«, og »ofan til Jafnaskarðs«. Það er þessari nákvæmni hennar að þakka, að gera má sér vissa grein fyrir því, hvar Karlsdalur hefir ver- ið: Það er sá dalur í fjallinu upp frá Hreðavatni, sem nú heitir Fannár- dalur. Rennur á eftir honum, sem heitir Fanná. Dalurinn er hálendur og eiginlega fjöllum luktur á alla vegu. Ain brýzt þaðan gegnum gljúf- ur. En grösugur er hann, sléttlendur og fagur. Þar hefir lengi verið selför frá Hreðavatni. Og á fyrri hluta næstliðinnar aldar var þar býli um tíma. Það hjet Hreðavatnssel. En menn höfðu sett bæinn niðri á láglendi dalsins. Og áin flæddi yfir það í vatnavöxtum. Lagðist býlið því niður aftur. — Stefna dalsins er í suðlægt vestur. En þar er lokað fyiir af fjalli því, er Vikrafell heitir. Það er strýtumyndað móbergsfjall, úrkynja öllum fjöllum þar í nánd, og gnæfir yfir þau. Kom mér í hug, að þar kynni að vera Karlsfell. Og þá er við Sigurður á Haugum höfð- um árangurslaust leitað fornra rústa ofar í dalnum, fórum við þangað. Ofurlítill lækur kemur fram með fellinu og rennur í ána þar, er hún beygist suður í gljúfrið. Þar hittum við tvö þúfnabörð, sitt á hvorum bakka lækjarins, og þóttumst sjá, að það væri fornar byggingarleifar. í því barðinu, sem er fyrir austan lækinn, var eigi ólíkt því, sem mótaði fyrir tóftum. En af því jarðvegur er þar mjúkur, er alt mjög afmyndað og svo djúpt milli þúfna, að þar gat eigi gras vaxið og var þar mold ein. 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.