Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 13
af því hefir verið. — Landn. telur landnám þessara bræðra ofan frá Sleggjulæk »et nyrðra ofan til Rauðalækjar, en et syðra ofan til Hörð- hóla«. Hörðhólar halda enn nafninu, og eru þeir suður undir Hvitá skamt frá Langholtsvaði. En örnefnið Rauðilækur er týnt. En eigi er samt um Rauðalæk að villast. Það er ekki til nema einn lækur, sem um geti verið að ræða: það er mýralækur sá, er grefur sig út í Þverá fvrir norðan Kaðalsstaði. Hann er nú kallaður Landbrot. Svo er að sjá, sem klettaveggurinn bak við bæinn Síðumúlaveggi hafi skift landnámi þeirra bræðra milli þeirra að endilöngu. Hörðhólar eru nokkurskonar framhald af honum. Rauðilækur hefir eftir stefnu sinni verið hliðartakmark norð- anmegin (tnilli ísrauðarstaða og GunnlaUgsstaða), en ekki eudatakmark (milli ísrauðarstaða og Kaðalsstaða), nema svo eigi að skilja, að landnámið hafi að norðanverðu eigi náð lengra vestur en á móts við útfall Rauða- lækjar. Þá hafi landnám Kaðals tekið við. Grundin, sem rúst ísleifsstaða er á, nær miklu Iengra inn með ánni, alt að landamerkjum Sleggjulækjar og Asbjarnarstaða. Við innri enda hennar skagar fram dálitill ás; og er grasbrekka sunnan í honum. Þar er bæjarrúst undir brekkunni. Heldur hún enn nafni og heitir Oddsstaðir. Lögun laennar er forn: 3 tóftir, hver af enda annarar frá suðlægu austri norðurhalt til vesturs. Vestasta tóftin er opin í vesturendann, eins og þar hafi verið þil. Hún er nál. 3 fðm. löng. Dyr eru á gafli hennar inn i miðtóftina. Hún er 2x/2 fðm. löng. Úr henni eru óglöggar dyr inn í austustu tóftina, sem þó sýnist líka hafa dyr á suðurhlið við miðgaflinn. Hún er um 3 fðm. löng. Breiddin er alstaðar jöfn: nál. 2% fðm. Mælt er út á veggi. Snsmma mun býli þetta hafa lagst í eyði; enda er þess hvergi getið. 12. örnólfsstaðir. Svo segir í Lndn. (II. 2.): »Örnólfr hét maður, er nam Örnólfs- dal ok Kjarradal fyrir norðan (á) upp til Hvitbjarga. Ketill blundr keypti land at Örnólfi, alt fyrir norðan Klif, ok bjó i Örnólfsdal. Örnólfr gerði þá bú upp í Kjarradal, þar er nú heita Örnólfsstaðir. Fyrir ofan Klif heitir Kjarradalr«. .... Örnefnin Klif og Hvítbjörg eru nú íýnd. En Hnitbjörg heita nú hamragljúfur nokkur við ána inn i dalnum, og er það án efa sama nafn og Hvítbjörg, hvort sem »Hvítbjörg« er misritun eða Hnítbjörg er afbökun. Hvítbjörg kynni að hafa nafnið af því, að grjótið er þar líparítkent og því dálítið ljóst; en hvítt er það þó ekki. Klif er líklega sandbrekka ein skamt frá gljúfrinu. Liggur gatan þar upp, þá er inn í Kjarradal er farið. Hann tekur við fyrir innan gljúfrið. Þangað inn heitir Örnólfsdalur. Þar k«llar Landn. »fyrir norðan Klif«, en réttara þætti mér: »fyrir neðan Klif«. Litlu er Kjarradalur samt hálendari en

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.