Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Qupperneq 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Qupperneq 17
17 lögð brú yfir mýrina heim að Arnarholtstúni. Sér fyrir henni þá er mýrin er frosin. Svo sagði mér Sigurður sýslumaður Þórðarson. Ofan á stakkgarðinum er hústóft, og er það víst hún, sem »Presthúss«-nafnið á við. Það er án eta frá katólskri tíð, og bendir til þess, að prestur nokk- ur hafi átt þar einsetukofa. Annars er engin sögn urn það. 16. Langavatnsdal hafði eg áður skoðað, sem skýrt er frá í Arbók fornl.fél. 1896. En eftir að eg átti tal við Halldór sál. Bjarnason (sbr. »Athugasemd um Langa- vatnsdal« í sömu Arbók), þótti mér þó þörf á að koma þar aftur, ef færi gæfist, og vita hvort eg fyndi þúfnabarðið, sem hann vísaði mér á fyrir innan Rauðhól. Fór eg því Langavatnsdal í sumar, og athugaði hinn til- nefnda stað. Þóttist eg finna þúfnabarðið þar, sem Halldór vísaði á. Fleiri þúfnabörð eru þar raunar hér og þar, auðsjáanlega mynduð af skriðu- hlaupum. Þetta er einna stærst; en að öðru leyti gat eg ekki séð, að það væri hinuni frábrugðið. Hrafnabjargarmáldaga, sem Halldór sagði mér frá, og sem getið er í sömu athugasemd, sá eg í sumar á Hrafnabjörgum. Það er sama bréfið sem prentað er í Fornbréfasafninu, þriðja bindi, bls. 491. (Khöfn 1896). Um Laugar i Hörðudal. Inn frá Tungu í Hörðudal skiftist dalurinn í tvo langa arma. Eystri dalurinn er Vífilsdalur, og er hann enn bygður. Vestri armurinn heitir Laugadalur. Hann er nú óbygður, en áður var þar einn bær, er hét að Laugum, og hefir dalurinn nafn af honum. Bærinn hefir staðið í grösug- um hvanuni, vestanmegin ár þeirrar, er eftir dalnum rennur. Utan til i hvamminum eru volgar uppsprettulindir, og hefir bærinn haft nafn af þeim. Rústirnar eru innantil í hvamminum. Þær eru í þrennu lagi og miklar um sig. En af því jarðvegur er þar mjúkur, eru þær allar um- myndaðar í þúfnabörð, og er ekki hægt að sjá fyrir tóftum með neinni vissu. Tvö þeirra eru sarnan inst í hvanuninum, annað nær fjallinu, hitt neðar. Hið þriðja er nær laugunum. Það er aflangt eftir stefnu dals- ins, og er sem votti fyrir laut eftir rniðju þess. Gæti það verið bæjar- rústin. En hvert þúfnabarðið fyrir sig hefir næga stærð til að vera bæj- 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.