Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 21
21 Það hefir, eftir uppdrætlinum, verið konrektorshús. Þar á mót'i varð ekki vart neinnar tóftar fram úr norðvesturhorni skólahússtóftarinnar, en þar er sjúkrahús á uppdrættinum. Mun mega gera ráð fyrir, að grjót þeirrar tóftar hafi verið tekið burt áður. I skólahússtóftinni var gólfskán ákaflega þykk, alt að 2 fetum. Neðst í henni var mikið af lim-rusli. Er vant á að gizka hvernig á því hefir staðið. Þó má vera að limið hafi verið breitt á gólfið, til að bæta úr gólfkulda, og af sömu ástæðu hefir gólfskánin verið látin safnast, ef til vill Ofan til í henni var mikið af tóbakspípu- brotum úr leiri. Þar fanst og koparl}7kkja mjög einkennileg: er hún mynduð sem samanbej'gður viðarkvistur með 3 laufum, 2 blaðstönglastúf- um og x blómi. Hefir það án efa verið skrautgripur. Fekk eg hann handa forngripasafninu. — Grjótið úr efra hluta veggjanna lá ofan í tóft- inni. Þar lá meðal steinanna járnbolti mikill, sem næst teningslagaður, þó nokkuð aflangur og áviðflatur, og stallur er á annari hliðinni, svo hann er nær helmingi þynnri öðrum megin. Liklega hefir hann verið steðji, ætlaður til stórsmíða, mun þá þynsti flatvegurinn hafa hoift niður og verið festur upp að stallinum, f stein eða stóra tréblökk. Það, sem þá má kalla hœð hans 9Ú2 þml., lengd !i þml. og breidd að ofan 8 þml. Hann vegur hér um bil 140 pd. Alt þetta athuguðu byggingarmenn vandlega. Steðjinn er til sýnis i Skálholti. Sama vor (1902) var í vesturbænum í Skálholti lagður vegur niður frá bænum vestur úr túninu. Ræsi var gjört með veginum og var Þor- láksbrunnur þar á leiðinni. Veggerðarmenn grófu hann fram, tóku burt grjót það, er hlaðið hafði verið innan í hann og jöfnnðu hann alveg með ræsinu, svo nú er hann ekki framar til. Þá er þetta var gjört, var hús- bóndinn, Skúli læknir Arnason, i Reykjavíkurferð, og vissi þetta ekki fyr en hann kom aftur. Ætlar hann að láta ganga svo frá, að sjá megi um- mál brunnsins, að minsta kosti til endurminningar um hann. Staupasteinn er nú hið eina, að kalla má, sem minnir á hinn forna Skálholtsstað. Hann er bjarg mikið og stendur hjá bænurn við traðirnar, er þó nú mjög niðursokkinn. Þar stigu gestir á bak og drukku »hesta- skál«, er þeir lögðu af stað. ‘Br. J. Fonileifafimdur í Fljötsdal 1902. Úlfar bóndi Jónsson í Fljótsdal í Fljótshlíð bygði í vor (1902) hey- hlöðu við fjósið, sem er fyrir ofan og austan bæinn. Gróf hann hana

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.