Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 24
24 al. hærra en hlóðin og nokkuð til hliðar frá fieim, fanst allstórt stykki af snjóhvítu efni, og lítið eitt af tréleifum undir. Yar þetta hvíta efni mjúkt, er það fanst og þvalt sem feiti. En er það hafði legið um hríð undir beru lofti, harðnaði það og molnaði þá alt í sundur. Lítur helzt út fyrir að það hafi verið smjörhnöllungur, og legið á hyllu. En þá virðist sem sama húsið hafi verið notað bæði fyrir eldhús og búr. Þá er búið var að taka hlóðin burtu, varð fyrir flatur steinn, svo stór að byggingarmenn gátu lítt bifað hann. Létu þeir hann kyrran og settu hlöðuvegginn of- an á hann. Þetta er tekið eftir lýsingu þeirra, sem við voru staddir. fír. }. Ogmnndarbrík. A dögum Ogmundar biskups Pálssonar brann dómkirkjan í Skálholti í annað sinn niður til kaldra kola; það var á þingmaríumessu, 2. júlí 1526. Jón Egilsson skýrir í Biskupa-annálum sínum frá brunanum og hversu biskupi varð um er honum var sögð harmsaga sú, að hann hné þrisvar í ómegin. Segir Jón að skrúða og bókum hafi orðið bjargað og »tvær konur hafi borið skrinið (þ. e. Þorláksskrín biskups helga) með öllum um- búnaði, en aðrar tvær pá hina stóru bríkina«L Sigurður Vigfússon fornfræðingur gat um þessa brík í grein sinni um gullkaleikinn í Skálholti og segir þar meðal annars: »En hvað orðið hefir af »brikinni miklu«, sem hér (þ. e. í Esp. Arb.) er nefnd, verðr eigi sagt með vissu; ... . í Skálholti er hún ekki nú, því þar er nú alls engin altaristafla í kirkjunni, og engar leifar af slíkri töflu finnast þar, það ég til veit«1 2. Dr, Kristian Kálund segir í Islands lýsingu sinni á þessa leið: »Mikið af markverðustu munum kirkjunnar (nefnil. i Skálholti) var selt á opinberu uppboði 1802; fræg altaristafla úr katólskum sið, svokölluð »Ög- mundarbrík« lá í mörg ár á Eyrarbakka, þangað til leifarnar afhennivoru sendar til Kaupmannahafnar 1819«3. 1) Safu til sögu íslands I, bls. 64—65, sbr. Esp. Árb. III, bls. 84 og Hist. Eccl II, bls. 527. 2) Arb. hins ísl. fornleifafól. 1887, bls. 40—41. 3) P. E. Kristian Kaluud, Bidrag til en hist.-topograi'isk Beskrivelse

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.