Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Qupperneq 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Qupperneq 39
39 MADVR : HALLDOR : IO NSSON : SAMTT : HANS SONARSON : IFER : V NNV : I : CHRISTO : ER V : SIGVRSINS : HLVTTA KANDEORDNEll : OG DEIA : ECKE : MEIR : VE G : FERDAR : DAGAR : 6Z : AR : SOFNADE : IG VDE : ANN° 164Ö ; 9 MARCI : SALEll : RIETT LATRA : ERV : IGVDSH Sbr. byrjun grafskriftarinnar á þessum steini við byrjun grafskr. á st. nr. 4 og á legsteini á Gufunesi, sem getið er í Arb. h. ísl. fornl.fél. 1897, bls. 40. ERLEGVR, í gömlum islenzkum og norskum handritum er þetta orð skrifað œrligr, en mun þó hafa verið borið fram erligr, líkt og það er skrifað á steininum, með löngu e-hljóði í byrjun orðsins. Seinna breyttist framburðurinn á löngu «-hlj. í íslenzku og nú er ætíð sagt og skrifað ærligur. Orðið æra og öll þau orð, sem af því eru dregin í ís- lenzku, eru ekki að uppruna norræn, heldur komin úr lágþýzku (ere) á miðöldunum inn í tungumál Norðurlanda. — KROSS : REINDVR, þ. e. krossreyndur, sem víst er mjög sjaldgæft orð. Kross hefir hér afleidda merkingu, sem það ekki virðist hafa haft í ísl. bókmáli í fornöld, nefni- lega mótketi (sbr. »hiískross«). Þetta mun dregið af orðatiltækinu »að bera sinn kross«, sem upprunaega átti við krossburð Jesúsar frá Nazaret, en var síðar haft í merkingunni að þola mótlætingar lífsins, sbr XXXII. sálm., 20. v. í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar: »Holdið má ei fyrir utan kross eignast á himnum dýrðarhnoss«. Björn Halldórsson segir í orðabók sinni undir orðinu kross, að það merki »omnia adversa, qvœ ob fidem in Christum fidelibus obveniunt« (alls konar mótlætingar, sem fyrir trúna á Krist koma fyrir hina trúföstu)1. — SAMTT er hér með tvöföldu té-i og bendir það á að f-hljóðið hafi verið borið fram mjög hart í þessu orði og er enda útlit fyrir að það standi í sambandi við það, að emm-ib hefir verið borið fram hljómlaust á undan té-inu, eins og enn er gert á Suður-íslandi. O'rðið merkir hér eiginlega og; sú merking finst ekki í fornu máli, heldur merkir orðið ætíð saman. Nú segja menn ásamt (með) e-hu í sömu merkingu og samt hefir hér á legsteininum. Þessi merking orðsins samt og að HANS stendur á undan SONARSON mun vera að 1) Sbr. ennfremur Matt. 1038 og 1624.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.