Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Qupperneq 42
42
síðan hafði lokið störfum sínurn, var kvatt til almenns fundar 8. nóv.
1879 og var þá félagið sett á fót, samþykt lög fyrir það, og kosin
stjórn; formaður var kosinn Arni Thorsteinsson, landfógeti, og var hann
síðan jafnan endurkosinn, þangað til 1887, er hann skoraðist undan kosn-
ingu; varð þá Sigurður Vigfússon formaður og var það síðan til dauða-
dags 1892. Síðan heíir Eiríkur Briem haft þann starfa á hendi, fyrst sem
varaformaður, síðan sem formaður.
A þeim 25 árum, sem félagið hefir staðið, hefir það látið gjöra
fornleifarannsóknir því nær á hverju sumri og i nálega öllum héruðum
landsins; um sum héruð hafa verið farnar tvær rannsóknarferðir eða jafn-
vel fleiri.
Sigurður Vigfússon gerði rannsóknir í þjónustu félagsins svo sem
hér segir':
1880 á Þingvöllum og kringum Hvalfjörð.
1881 við Haugavað, i Dalasýslu og nokkrum hluta Snæfellsnessýslu.
1882 á Vestfjörðum, einkum i Dýrafirði og Geirþjófsfirði.
1883 í Rangárvallasýslu.
1884 í Borgarfirði.
1885 í Rangárvallasýslu og Vesturskaftafellssýslu.
1886 í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu.
1888 á Vestfjörðum.
1889 á Breiðafirði.
1890 á Austfjörðum.
1891 í Dalasýslu og á Mýrum.
Síðan 1893 hefir Brynjólfur Jónsson á hverju sutnri farið rannsókn-
arferðir í þjónustu félagsins og gjört rannsóknir svo sent hér segir:
1893 í Arnessýslu, Rangárvallasýslu og Vesturskaftafellssýslu.
1894 í Húnavatnssýslu.
1895 í eyðibygðum í Arnessýslu og í Mýrasýlu.
1896 í Mýrasýslu og Snæfellsnessýslu.
1897 í Rangárvallasýslu ofanverðri.
1898 í Barðastrandarsýslu austantil og Dalasýslu.
1899 í Rangárvallasýslu og Snæfellsnessýslu.
1900 í Norðurlandi, einkum Suðurþingeyjarsýslu.
1901 í Rangárvallasýslu.
1902 í Gullbringusýslu.
1903 í Borgarfirði.
1904 í Arnessýslu.
Auk þessa hefir félagið og stutt nokkuð fornleifarannsóknir þær, er
kapteinn D. Bruun hefir gjört hér á landi, og félagið gekst fyrir þeirri
nákvæmu rannsókn er hann og prófessor Björn Olsen gjörðu 1902 á