Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 44
44 hafa engin verið horguð, nema einu sinni 40 kr., og prófarkir hafa jaínan verið lesnar ókeypis. Skýrsla. I. Aðalfundur félagsins 1903. Aðalfundur félagsins var haldinn 14. nóv. 1903. Formaður skýrði frá athöfnum félagsins, sérstaklega rannsóknum Br. Jónssonar um Borgarfjörð í sumar, einkum Þverárþingstað, og lagði fram endurskoðaðan ársreikning fyrir 1902, og höfðu engar athugasemdir verið við hann gerðar. Þá bar formaður eftir nokkrar umræður lagabreyting þá undir at- kvæði, er samþykt var á síðasta ársfundi 25. okt. 1902, að orðin: »lög- mætur fundur . . . á fundi og« í 10. gr. félagslaganna falli burt, og var hón samþvkt með 14 atkv. gegn 1. Því næst voru kosnir embættismenn félagsins og þrír fulltrúar (Björn M. Olsen, Stgr. Thorsteinsson og Þórh. Bjarnarson) og svo endurskoð- unarmenn. II. Ársfundur félagsins 1904. Arsfundur félagsins var baldinn 8. nóv 1904. Furmaður mintist láts tveggja stofnenda félagsins þeirra prófessors W. Fiske’s og dr. Jóns Þorkelssonar f. rektors, og tóku félagsmenn undir það með þvi að standa upp. Því næst mintist formaður þess, að félagið væri þann dag 25 ára gamalt, stofnað á sama stað þar sem fundurinn nú var haldinn (Presta- skólahúsinu) 8. nóv. 1879, og sagði sögu félagsins frá byrjun til þess dags. Formaður gat þess, að Br. Jónsson hefði í sumar ferðast um Arnes- sýslu; eftir tilmælum félagsstjórnarinnar væri hann nú að semja registur yfir Árbækur félagsins frá upphafi fram að þessum tíma. Því uæst skýrði formaður frá fjárhag félagsins og lagði fram endur- skoðaðan ársreikning þess, er engar athugasemdir höfðu verið gerðar við. Þessu næst bar formaður upp þá tillögu félagsstjórnarinnar, að kjósa fyrverandi margra ára formann félagsins, Arna Thorsteinsson, heiðursfélaga þess, og var það samþykt í einu hljóði.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.