Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 15
Kvittun til dr. Finns Jónssonar, Við þennan undanfarandi ritdóm dr. F. J. verð eg að gera all- margar athugasemdir. Mér kom það alls ekki óvænt, að hann mundi þurfa að fara á stúf- ana út af ritgerð minni um íslenzk bæjanöfn. Hann er að vísu viðurkennd- ur dugnaðar- og afkastamaður við ritstörf, en ekki að sama skapi at- hugull og vandvirkur, sem hann er hraðvirkur, sérstaklega í þeim greinum, sem liggja fyrir utan hið eiginlega verksvið hans. Hann ætti þess vegna að taka því með jafnaðargeði, þótt einhverjum takist að leysa þar verk af hendi, sem þolir samjöfnuð við verk hans á líku sviði. En nú bregður svo undarlega við, að svo er að sjá, sem hann þykist hafa einkarétt á öllu, er snertir leiðréttingar og Bkýringar á íslenzkum bæjanöfnum, vegna hinnar löngu ritgerðar sinnar um þetta efni í^Safni til sögu íslands IV, sem hann eflaust telur svo stórmerkt grundvallarrit og óskeikult, að þar leyfist eng- um við að hagga. Og nú hef eg unnið mér til óhelgi hjá honum raeð þvi að rita dálítið um samskonar efni og hrófla við niðurstöðu hans í allmörgum atriðum. Reyndar er ritgerð mín (57a örk auk for- mála) næstum því helmingi styttri en hans (sem er nálega 11 ark- ir auk registurs), og rituð á öðrum grundvelli, svo að þær standa í raun réttri alls ekki í beinu sambandi hvor við aðra'), Og get eg 1) Aðalmismunurinii á ritgerðum þessum er sá, að höf. (dr. P. J.) notar fáar heimildir, og nafnaskýringarnar verða þvi aukaatriði, og víðast hvar mjög af handa- hófi og stuttaralegar, en í ritgerð minni er aðaláherzlan lögð á að leiðrétta nöfnin fremur en að skýra þýðingu þeirra, aðalatriðið að leggja sem flestar og ýtarlegastar heimildir fyrir lesendurna, svo að dæma megi um, hversn sennilega mér hafi tekizt að leysa hnútana. Eru margfalt fleiri heimildarrit, sem byggt er á i ritgerð minni, en hjá dr. E. J., og því að fiessu leyti miklu víðtækari og fullkomnari en hans, þótt helmingi styttri sé.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.