Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 16
16 nú frætt höf. á því, hversvegna eg hef lítt getið ritgerðar hans, sem hann virðist taka mjög illa upp. Ritgerð mín snertir aðallega Fast- eignabókina, og er samin upphafiega í tillöguformi til jarðayfirmats- nefndarinnar, og efninu þjappað sem mest saman, til þess að hún yrði sem styzt, því að tilætlunin var, að hún yrði gefin út sem fylgi- rit við Fasteignabókina, þótt það færist fyrir (sbr. formálann). Af þessu leiddi, að ritgerð mín kemur ekki fram í nokkru sambandi við ritgerð höf. Mig skorti algerlega rúm til þess að gera ritgerð mína að nokkurskonar ádeiluriti gagnvart honum, því að það hefði hún orðið, hefði eg tekið þann upp, að fara að vitna í ritgerð hans, ekki að eins um þau atriði, er við vorum sammála um, heldur jafn- framt um allt, er okkur bar á milli, aðfinnslur og breytingar á skýr- ingum hans, greinargerð um það, sem hann hefði gefizt upp við, en eg getað skýrt eða reynt að skýra, og loks greinargerð um allt, sem hann hefði þegjandi gengið fram hjá og enga tilraun gert til að skýra. Á þennan hátt hefði ritgerð mín orðið að lengjast afartnikið og allur búningur hennar orðið annar. Það voru því engin tök á því í jafnstuttri ritgerð að taka höf. til rækilegrar athugunar í heild sinni, enda mundi honum ekki hafa fallið það betur, en ritgerð raín, eins og hún er. Eg varð því að sleppa honum svo að segja alveg úr rökfærslu minni, bæði í því, er við vorum sammála um og ósammála, og af því að eg sleppti hinu fyrra sýndi eg honum þá sjálfsögðu hlífð að láta nafns hans ekki getið, þótt eg hnekkti ýms- um röngum eða óheppilegum skýringum hans, þar sem ekki varð hjá því komizt. En auðvitað vissi eg, að hann mundi þekkja markið sitt á þeim, og hann er vitanlega lítt þakklátur mér fyrir þessa lin- kind, sem hann þó ætti að vera, því að eg hefði kveðið harðara að orði um flest, en eg geri, ef eg hefði getið höfundarins að þessum vafasömu, miður heppilegu og víða alröngu skýringum, sem höf. varpar fram í ritgerð sinni, opt órökstutt að mestu, en víða með óbif- anlegri vissu, eins og það sé úttalað mál, sem ekki þurfi frekari rannsókna við. Og satt að segja finnst mér, að leitun sé á jafnlangri ritgerð, er jafnlítið sé á að græða, sem ritgerð hans, um efni það, er hún fjallar um. Eg hef nú gert grein fyrir því, hversvegna mér var ekki unnt, samkvæmt fyrirkomulagi ritgerðar minnar, að gera hana að miklu leyti að ádeiluriti gagnvart höf., og vona eg þvi, að hann afsaki, þótt eg færi þá ekki að eins að geta þess, þar sem við vor- um sammála, en sleppti öllu hinu. Skrá hans um þau atriði I rit- gerð minni, þar sem okkur ber að mestu saman, er harla þýðing- arlítil og hégómleg, því að það er sannarlega ekkert undarlegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.