Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 17
17
þótt eg í ýmsum atriðum sé sömu Bkoðunar sem hann, en hef þó
víðasthvar (sem hann lætur ógetið) fært frekari rök fyrir niðurstöðu
minni, en hann hefur gert, og get því með meiri viasu fullyrt, að
skýringin muni rétt, enda vitanlega hvergi fylgt skoðunum hans
rannsóknarlaust, heldur að eins eptir nákvæma prófun á heimildum.
Hitt hefði sannarlega verið undarlegt, ef eg hefði nær alstaðar kom-
izt að annari niðurstöðu en hann.'J Eg hafði þvert á móti enga til-
hneigingu til þess að gera skýringar mínar frábrugðnar skýringum
hans, þar sem eg taldi þær réttar. Slíkt gat ekki komið til nokk-
urra mála, enda þykist eg hafa leitazt við að leita þess, sem eg
taldi sannast og réttast, án nokkurrar hlutdrægni og án tillits til
þess, hvort höf. eða aðrir höfðu áður komizt að sömu eða svipaðri
niðurstöðu. En mér finnst það skína út úr þessum lista höf. og er
jafnvel sagt berum orðum, að eg hafi verið að hnupla hug-
mynd.um (!) frá honum, með því að komast að sömu niðurstöðu í
sumum atriðum. Það er í raun réttri harla fávíslegt og mér liggur
við að segja barnalegt af höf. að kalla það frá honum tekið, þótt hann
rekist á einstök orð eða samskonar orðatiltæki hjá mér, eins og hann
hefur haft um samskonar efni i ritgerð sinni. Slíkt og þvi líkt
er I rauninni alls ekki svaravert. Auk þess er höf. ekki kunnur
að því að rita þá fyrirmyndar íslenzku, að nokkurnveginn ritfærir
menn »hafi nokkra sem helzt« ástæðu til að seilast í orðatiltæki hans
eða stæla stíl hans yfirleitt. En hjá því verður ekki komizt, að ein-
stök orð eða almenn orðatiltæki verði eitthvað svipuð við samkynja
rannsókn og sömu niðurstöðu, er tveir höfundar komast að. Það er
sannarlega ekkert hugmyndahnupl. Um leið og eg því vísa þessari
aðdróttan aptur til föðurhúsanna, skal eg að eins geta þess, að eg
þykist fullkomlega sannfærður um, að eg hefði komizt nákvæm-
lega að sömu niðurstöðu, þótt hin mikla ritgerð höf. hefði aldrei til
verið, enda snerta flest þessi atriði, sem við erum sammála um,
fremur auðveldar eða lítt vandfundnar skýringar. En þar sem um
torveldar og flóknar skýringar var að ræða var optast árangurs-
laust að leita stuðnings hjá höf. Það var að fara í geitarhús að
leita ullar.
Þá kem eg að aðalefninu í þessum dómi höf. um ritgerð mína
í heild sinni og einstökum atriðum, þar sem eg annaðhvort er á
gagnstæðri skoðun við hann, eða hef skýrt það, sem hann hefur
annaðhvort gefizt upp við eða gengið þegjandi fram hjá, og þá fer
nú að sjóða fyrir alvöru upp úr pottinum hjá prófessornum.
Hann byrjar á því að tala um að »málsþekkíng og málfræðisþekk-
ing sé eitt höfuðskilyrðið fyrir þvi, að skýringar (á bæjanöfnum) sé