Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 26
26
kemur ekki fyrir fyr en á 15. öld cg fyrst á víxl við eldri rithátt-
inn Seilu. Seylurithátturinn stendur vafalaust í sambandi við norsku
málskemmdina hér á landi, er tók að komast í algleyming á 15. öld,
þá er norsku biskuparnir á Hólum skekktu og skrumskældu hér
íslenzk bæjanöfn, og eru fingraför þeirra auðsæ á ýmsum skjölum
frá þeim tímum. Annars er allt óvíst um, hvað Seila þýðir, og al-
gerlega ósannað, að það standi í »nokkru sem helzt« sambandi við
norska orðið »soyla«, þótt hinir vísu norsku biskupar hér hafi lík-
lega haldið það, og sennilega fyrstir afbakað gamla ritháttinn.
Höf. sárlangar auðsjáanlega til að hnekkja skýringu minni:
Lambáblígsstaðir og lltiblígsstaðir, en treystir sér ekki almennilega
til þess, enda mundi hann ekki bæta sig á því. Þó er honum ver
við Utiblígsstaði, og er að reyna að snúa út úr því, hvort Utiblíg-
ur = sá, er þarf aðallega að neyta sjónarinnar úti við, t. d. smali,
eins og eg tek fram, þurfi ekki einnig að rýna í eitthvað inni.
Ekki 8kal þvi neitað. En höf. hefur vist heyrt getið um fjærsýna
menn, er sjá betur fjær sér en nær, betur úti en inni, en engum
dettur víst í hug, að þeir séu samt sjónlausir inni(!). En smalar
þurfa einmitt að beita sjóninni á löngum fjarlægðum, og það er því
ekki hentugt, að þeir séu nærsýnir. Útiblígur er þvi mjög eðlilegt
viðurnefni á manni, sem hefur óvenjulega skarpa sjón úti við eða
á löngu færi. En svo kemur nú rúsinan í pylsuendanum hjá höf.,
þar sem hann skýrir frá því, að sér hafi verið sagt af kunnugum
manni »að, »útiblik« væri vel skiljanlegt af útsýninni frá bænum«,
og telur höf. »gott, að þetta væri nánar rannsakað og athugað«.
Já, einmitt, það væri víst ágætt rannsóknarefni. Eg gat ekki annað
en brosað, er eg las þessa tillögu hins málfróða höfundar og bæja-
nafnaskýranda, og eg varð steinhissa. Hann ætti þó að þekkja þá
algildu reglu, að endingin -staðir tengist nær aldrei við annað en
mannanöfn eða viðurnefni1). En það hefur hiaupið allra snöggvast
óþægileg renniloka fyrir þetta þekkingarhólf í heila hins lærða
manns1). Það liggur við, að þetta sé öllu meiri skyssa, en Bola-
hraun—Bolhraun, og mætti margt 3egja skemmtilegt í sambandi við
þessa Útsýnarstaði eða Útsýnisstaði hans, og um allt það, er »blik-
að« gæti á frá íslenzku bæjarhlaði eða frá bæjum að sjá, en eg vil
hlífa höf. við þeirri upptalningu. Mig furðar stórlega, að hann skyldi
svona hugsunarlaust gína við hinni ramvitlausu tilgátu þessa »kunn-
1) Alveg sérstaks eðlis eru nöfn eins og Hörðabólsstaðnr (í Laxdælu) Breiða-
bólsstaður i Sökkólfsdal, Breiðabólsstaður í Fellshverfi (hvorttveggja í Landnámu) og
ýms fleiri, sem kennd eru við ból (= bólstað) og ávallt með endingunni -staður (ekki:
■staðir) sem viðasthvar helzt óbreytt enn í dag, og mjög óviða hefur breytzt i -staðir.
t