Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 41
41 Það er engum blöðum um það að fletta, að þar er átt við einhvern Óainn við Hjeraðssand, að líkindum Unaós. Það bendir margt til þess, að í þann ós hafi verið meiri sigling en sögurnar herma, svo sem nafnið Jórvík bendir á. Á Selfljótsbakkanum suður frá Klúku, er talið að vera gamalt skipalagi, sem kallast Arnarbæli; það sjest votta fyrir fornum byggingum, sem sagt er að hafi verið verslun- arbúðir, og fleira þessu líkt mætti tilnefna. Rjett fyrir innan Eyjarn- ar liggur klettahlein, sem nú er að vísu brotin, þvert yfir Lagarfljót; hún kallast Steinbogi. í fornöld hefir þessi klettahlein verið heil, staðið á móti Fljótinu og kastað því austur svo kallaðan Jökullæk, austur í Selfljót, vestur af Klúku, tekið það með sjer og sveigt alt austur undir Ósfjöll og til sjávar um Unaós. Við þetta hefir vatns- megin Selfljótsins aukist stórkostlega og verið miklu greiðari inn- og útsiglingin um Unaós. Fornmenn gátu því hindrunarlaust á hin- um grunnskreiðu skipum sínum siglt inn um Unaós, vestur eftir Selfljóti og svo eftir Jökullæk alla leið vestur á Lagarfljót hjá Stein- boga. Þá fer okkur að verða skiljanlegri staðurinn í Fljótsdælu, þeg- ar þeir Grímur komu frá vigi Helga Ásbjarnarsonar. Þá komust þeir hvergi yfir fljótið fyr en uppi hjá Höfða á Völlum, þar voru Austmenn nokkrir, er settu þá yfir Fljótið. Það var bæði eðlilegt og sjálfsagt, að Austmenn notuðu aðra eins samgöngubraut eins og Lagarfljót og færu með varning sinn á smábátum og gerðu hann falan almenningi víðs vegar með ströndum þess. í sambandi við þetta má ennfremur geta þess, að fram eftir öll- uro öldum hefir verið haldið út til sjávar frá Eiðum þarna ytra; þar heitir enn í dag Eiðaver, það er svona miðja vega milli Óss og Krosshöfðans, sem bendir til að þá hafi verið róið út og inn um ósinn. Annars hefði verið staðið úti á höfðanum. Að endingu vil eg geta þess, að Jökulsá á Dal hefir til forna og lengi fram eftir fallið að miklu eða mestu leyti austur í Lagarfljót, fyrir utan Geira- staðakletta. Af þessu forna rensli vatnanna, Jökulsár og Lagarfijóts, er komið nafnið Eyjar; eins og vötnin falla nú til sjávar getur það alls ekki átt við. Þá hef eg lokið máli mínu, að eins með þeirri viðbót, að saga íslands á að lifa og hlýtur að lifa um ókomnar aldir, ekki sem tóm fornaldardýrkun, heldur til þess að við, niðjar þeirra er þetta land bygðu fyrst, getum tileinkað okkur það besta og göfugasta, sem var til í fari forfeðra vorra. Krístján Jónsson frá Hrjót.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.