Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 44
44
Hoftótt, bænhústótt o. fl á Hofstöðum í Porskafirði.
22. VII. 1913.
í Árb. 1899, bls. 17, getur Br. J. um hoftótt, er sýnd sje á
Hofstöðum í Þorskafirði, en tótt sú, er hann lýsir þar, er raunar
ekki hoftóttin, enda sýnist honum það ekki. — Hoftóttin er þó
sýnd, mjög óljós tóttarmynd á flöt vesturaf bænum. Tóttin snýr frá
norðaustri til suðvesturs, og virðast dyr helst hafa verið á suðvesturenda,
sem er neðar og nær sjó. Tóttin er 202/s ra lengd og 6^4 að breidd.
Ekki vottar fyrir neinum þvervegg. — Flötin urahverfis nefnist Hoffiöt.
Beint í norðaustur frá hoftóttinni, í sömu stefnu og hún er í
sjálf, er hin forna bænhústótt, sem Br. J. mun hafa átt við. Hún
er lítil, ferhyrnd, en mjög hlaupin í þúfur. Umhverfis hana er kring-
lóttur garður, nokkuð upphækkaður, og margar þúfur, ílangar, í
honum, sem kunna að vera gömul leiði.
Utan túngarðs, beint í norður frá bænhústóttinni, er lítil upp-
hækkun, máske haugur, en lítur nú út sem smátótt, þar eð grafið
hefir verið í hana fyrir mörgum (um 50) árum. — Enn utar er ann-
ar, forn, túngarður og heitir túnbletturinn á milli þeirra austantil
Lambhústún. Sjer þar tótt, er mun vera gömul lambhústótt.
Við sjó niðri eru 3 naust og eru 2 þeirra mjög fornleg.
Dómeyri á Vattarnesi.
25. VII. 1913.
í Vattarnesi er og hefur lengi verið þingstaður. í ísl.-lýs. Kr.
Kálunds, I, 537—39, er getið um sagnir viðvíkjandi þessu þinghaldi
og örnefnið Dómarahvammur. Er sá hvammur fyrir austan bæinn.
Skammt frá honum er eyri ein, sem kölluð er Dómeyri.
Uröasel.
25. VII. 1913.
Urðir á Urðaströnd á Skálmarnesi (eða i Skálmarfirði), þar sem
þau Kotkell hinn suðureyski og Gríma bjuggu (Laxd. s. 35. k.), eru
í eyði fyrir ómuna löngu, en menn hafa lengi ætlað að sá bær hafi
verið þar sem kallast Urða(r)sel í Urðahlíð, sbr. ísl.-lýs. Kr. Kálunds,
I, 538. Hefur hjer verið sel á síðustu öldum og sjást rústir þess og
girðingar um tún, kvíar, nátthagi o. fl. — Utar á nesinu er annað
gamalt sel, Múlasel.