Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 45
45
Gellishóll í Haga.
31. VII. 1913.
Skamt fyrir útsunnan tún á Haga á Barðaströnd er í mýrarfláka
sandhóll einn, sporöskjulagaður, er nefnist Gellishóll. Fylgir honum
8Ú sögn, að þar sje heygður fornmaður að nafni Gellir. — Hjá hon-
um, lítið útnorðar, eru 2—3 smærri hólar.
Orustulágar o. fl. á Barðaströnd.
31. VII. 1913.
Forn sögn er talin vera um það, að austmenn nokkrir hafi kom-
ið til Gests Oddleifssonar að Haga og beðið hann vísa sjer skemstu
leið til Hauks á Haukabergi; áttu þeir sökótt við hann og ætluðu
að fara að honum og drepa hann. Gestur vísaði austmönnum leið
yflr fjall, bak við Hagatöflu og Haukabergsfjall. En er þeir fóru þá
leið sendi hann mann fyrir framan og aðvaraði Hauk. Haukur fjekk
safnað mönnum og kom til móts við austmenn þar sem síðan heita
Orustulágar. Barðist hann þar við þá og lauk svo, að austmenn fjellu
allir. Eru sýndar dysjar þeirra þar að austanverðu við ána.
Rjett við veginn frá Brekkuvelli vestur að ánni (Haukabergsá)
virðist vera forn dys.
Kirkjugarður í Kollsvík (?).
31. VII. 1913.
Þar virðist hafa verið kirkja og kirkjugarður eða leyfður gröft-
ur. Þar sem nú er fjósið hafa komið upp mannabein úr jörðu, eyrna-
hringur úr gulli o. fl.
Ræningjadysjar í Hvallátrum og á Brunnum.
31. VII. 1913.
í Hvallátrum er hóll, sem nefndur er Kárni og eru lagðir stein-
ar í hring uppi á honum. I þeim steingarði er varða, sem höfð er
fyrir mið á sjó (fiskimið). í hól þessum, sem er að mestu úr sandi,
eiga að vera dysjaðir 50 ræningjar, útlendir.
í Kulure.it svonefndum, sem er við yztu búðina á Brunnum,
eiga aðrir 50 ræuingjar að vera dysjaðir. Þar hafa komið manna-
bein útúr.