Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 49
49
Dys í IngólfsfirOi.
28. VIII. 1913.
I Ingólfsfirði á Ströndum er fyrir botni fjarðarins, á flúðuni
framundan bænum, grjóthaugur allmikill, er virðist munu geta verið
forn dys.
í Veiðileysu kvað og mega sjá fornar dysjar nokkrar.
Dænhús og Forni-bær á Melum í Hrútafiröi.
15. VII. 1912.
Á Melum í Hrútafirði er bamhúss-tótt, svo kölluð, rjett fyrir utan
bæjarhúsin, framundan nyrzta húsinu, sem nú er, smiðjunni, og þó
heldur norðar. Tóttin er upphækkuð, ferhyrnd bunga, um 8 m. frá
vestri til austurs og um 61/* m. á hinn veginn. Hæðin er um 1 m.
Lægð nokkur er norðaní, en dyr sjást ekki. — Fyrir sunnan tóttina,
beint framundan smiðjudyrunum, er mjó og löng uppbækkun, um 4
m. að lengd og 1 að breidd. Hún er kölluð leiðið og sagt að hjer
sjeu 2 menn grafnir.
Fyrir norðan bæinn er allstór hvammur og hár melur fynr
norðan hvamminn. Sunnaní melnum heitir hjer í hvamminum Akur-
breJcka. — Á síðari tímum var gerð girðing umhverfis brekkuna og
í henni vestast kálgarður, en nú er þetta lagt niður. Uppundan kál-
garðinum eru fornar húsatóttir, og vesturúr hvamminum, vesturmeð
brekkunni, heitir Húsadalur. Austast í hvamminum, við siki, sem
er þar undir brekkuhorninu, er nefndur Forni-bœr. Eru þar forn-
legar húsatóttir, allmiklar, og í suðvestur frá þeim, góðan spöl, er
Forna-fjós, og vottaði fyrir gangstíg á milli, kargaþýfi, sem nú er
sljettað alt út. Sagt er að bærinn hafi verið hjer fyrrum og má ætla
að hann hafi í fyrstu verið settur hjer til þess að vera sera næst
góðu vatnsbóli, á árbakkanum, og í skjóli sunnanímóti, undir brekk-
unni i hvamminum. Ástæðan til flutningsins mun hafa verið sú, að
áin tók að færast nær og nær bænum og brjóta landið þeim megin;
hefur hún brotið rjett að bænum og standa þar nú grónir bakkar.
Síðan befur hún kastað sjer austur aftur og eru nú uppgrónir vell-
ir og eyrar fyrir austan tún Forna-bæjar. — Forni-bær stendur hjer
mjög lágt og er bæjarstæðið fegurra nú; það mun og hafa ráðið
nokkuru um. Aðfenni er og mikið á vetrum í hvamminum. —
Vatnsbólið við bæinn, þar sem hann er nú, var brunnur, unz vatn-
ið fyrir skemstu var leitt til bæjar í pípum frá læk uppi í hlíð.
4