Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 54
54
Bteina. Þeir voru um 5—6 fet í jörðu, einna neðst í bygginga-lögun-
um1) — Á sama stað funduBt 2 þrær eða grófir, önnur kringlótt,
um 50—60 cm. að þvermáli, og álíka stór er hin, sem er ferhyrnd,
56—58 cm. að þvermáli og um 65 cm. að dýpt; þessi síðast nefnda
er varðveitt enn. Þróin er muruð innan, hlaðin úr grjóti og holur
fyltar með smásteinum og móleir (deigulmó). Botninn myndaðist af
malarlagi í þrónum, en þær virtust vera að öllu leyti niður úr gólf-
inu í þeirri byggingu, sem þær höfðu verið í upphaflega; voru eggja-
skurnir og fleira umhverfls þær efst, opin. I þróm þessum fannst nú
ekki annað en aska og sót, alls konar brent rusl, mest fugla- og
fl8ka-bein. — í einni hlið barmsins á ferhyrndu þrónni er ferstrend-
ur steinn og í brúnina á honum, þá er að opinu veit, er gerð gróp,
svo sem feldur hafi verið hlemmur yfir opið. — Þessi þró kann að
hafa verið stærri á annan veginn en nú verður sjeð. Sennilegt er
að þrsér þessar hafi í öndverðu verið gerðar til að varðveita í þeim
matvæli.
Forntóttir á Þverá í Laxárdal.
15.. VIII. 1912.
Sunnanvert við tröðina, efst og yzt vesturí túninu, er vallgróin
//(- > I M I i /'
og fornleg tótt, ákaflega stór
að breidd. Gaflhlöð- ____
in eru um 3 m. að
þykt og þvervegg-
ur, sem er austar-
lega í tóttinni og
nær þó ekki alveg
að suðurhliðvegg,
á sama bæ; hún
hún er um 29 m.
;7/
M .
rð lengd og um 17
er enn þykkari, um
5 m. Kngar sagnir
eru um tótt þessa.
Síðar hef jeg
heyrt getið um
aðra, mjög stóra
og fornlega tótt
T,lillthlliiuhlii,in
kvað vera niðri á túninu, nær ánni. Mjög djúp
og að sumu leyti svipuð þessari.
Grettisbæli viö Jökulsá í Oxarfirði og í Oxarfjarðarnúpi.
10.—11. VIII. 1912.
Svo segir í upphafi 63. kap. í Grettis-sögu: »Nú er þar til at
taka, at Grettir er kominn austan ór fjörðum ok fór nú huldu höfði
1) Steina þessa sendi Þórarinn Jónsson, sem nu er dáinn, Þjóðminjasafninu að
gjöf 1913 og eru þeir nú með tölnmerkjunnm 6469—6473, lýst í Árb. 1914, bls. 94—
5, og er því slept lýsingu þeirra hjer.