Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 60
58 leiði og er sagt að þar sje jarðaður Hrafnkell sá, sem Hrafnkelsstað- ir eru kendir við, en í hinni þúfunni á að vera hundur hans. Aldrei hefur þetta verið rannsakað svo menn viti. Spilt fornleifunum í Klausturhólum. 27. VIII. 1916. í Árb. 1905, bls. 38—39, lýsti Brynjólfur Jónsson fornleifum nokkrum í túninu í Klausturhólum i Grímsnesi. Nokkrum árum síð- ar hefur þeim verið spilt. Af tóttinni (»goðahúsinu« eða »hoftótt- inni«) uppi á Goðhól hefur vesturhlutinn verið sljettaður út, en austurhlutinn, hálfhringmyndaður, sjest vel enn. — Af »bæjartótt- inni« í slakkanum sunnan í hólnum hefur verið sljettaður út syðsti hlutinn, en sjer þó lægð eftir fyrir sunnan slakkann; þýfið í slakk- anum er óhreyft enn og er skál allmikil í því sunnan til, en ekki er það glögt, að hjer sjeu mannvirkjaleifar. — Suðurgarðurinn og vesturgarðurinn (hjá núverandi túngarði) eru óhreyfðir enn. Norður- garðurinn er að mestu sljettaður út, Bjer þó endann af honum vest- ast og »Grím8leiði« hjá, og sömuleiðis hinn endann austast. Lagt var fyrir núverandi ábúanda að láta nú alt það sem eftir sjest af fornleifum þessum standa óraskað framvegis. Þar sem óljós, einstaks manns sögn (eptir minni hans) benti til að sagt hefði verið að kallaðist »Grímsleiði«, á milli fjárhúsanna vesturá túninu, þar er nú búið að sljetta. Flestum jarðarábúendum mun þykja ánægja í að fornleifar eru í landi þeirra og telja bæði skyldu sína og sóma að halda þeim vel við og munnmælum um þær. Þó að þær sjeu sums staðar ójöfnur eða mishæðir í túni þykir þeim engin óprýði að því og telja ekki eftir það aukaómak, sem af því leiðir, að hafa þess háttar fornmerkar ósljettur í túni sinu. Bendir slíkur hugsunarháttur á göfugmannlega virðing fyrir fortíðinni og fræðunum um hana. Upphlaðinn vegur frá 1790 hjá Goðhól á Vatnsleysuströnd. 17. VI. 1920. Skamt fyrir austan býlið Goðhól, sem er á Vatnsleysuströnd, litlu fyrir vestan Kálfatjörn, er gömul grjótbrú eða upphlaðinn vegur. Á einn allstóran stein í brú þessari er höggvið ártalið A° 1790. Mun því brúin hafa verið gerð það ár og sjálfsagt sem kirkju- vegur fyrst og fremst. Matthías Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.