Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 64
62 ííin sögulega umgerð er í stuttu máli þessi: dvergurinn Alvíss kemur úr jörðu upp til að sækja brúði sína, (Þrúði) dóttur Þórs, er hann segir sjer hafi verið heitin. Þórr kastar að honum hrakyrðum, og kveðst bregða heitinu, því að hann eigi ráð á brúðinni og hafi ekki verið heima er hún var heitin dvergnum. Hann gerir dverginn þó ekki afturreka er hann vill friðmælast og segir að honum skuli ekki verða varnað meyjarinnar, ef hann geti sagt sjer alt það úr hverjum heimi, sem hann vilji vita. Dvergurinn, sem ber nafn sitt með rjettu, leysir nú greinilega úr öllum spurningum Þórs, en þær eru um það, hvað heiti í hverjum heimi hið heizta í náttúrunnar ríki: Jörð, Mminn, máni, sól, slcý, vindur, logn, sœr, eldur, viður, nótt, sáð og öl. En er dvergurinn hefur leyst úr öllum spurningum Þórs er sól kom- in á loft og Þór lýsir hann dagaðan uppi. Þórr hefur leikið á dverg- inn og komið honum fyrir á hinn heppilegasta hátt, en jafnframt fengið fróðleik. — Kemur Þórr hjer raunar fram í mjög frábrugðinni mynd, þeirri sem venjulegust er í hinum fornu goðasögum og kvæð- um, en hjer þurfti hann ekki að færast í ásmegin. Frá höfundarins hendi er þessi umgerð vel samin og skemtileg, og persónurnar verða lifandi fyrir manni af þeim fáu erindum í umgerðinni, sem eru lögð þeim í munn. Kvæðið er í Sæmundar-Eddu 35 erindi1) með ljóða- hætti og er hvergi línu vant, nje línu ofaukið, nema hvað síðasta línan í síðasta erindi er með tvennu móti og er hinn fyrri »lestr- armátinn« sennilega upprunalegur.2) — Átta fyrstu erindin og síð- asta (35.) erindið mynda umgjörðina, en hin 26 eru 13 með spurn- ingum Þórs og önnur 13 með svörum Alvíss, og er svarvísa hans jafnan á eftir hverri spurningarvísu Þórs. Vísurnar eiga þannig tvær og tvær saman og virðist ekkert mæla á móti því, að vísnapörin standi í rjettri og upprunalegri röð i kvæðinu svo sem þau eru í handritinu, nema hvað eðlilegast virðist, eins og Finnur Jónsson hefur bent á, að visurnar um nótt (29.—30.) standi síðast, en ekki á milli vísnanna ura við og sáð, bæði þess vegna, hve eðlilegt er, að vísurnar um það tvent standi saman, og að Þórr forðist í lengstu lög að minna dverginn á dagsháskann með því að nefna nóttina. Boer er á sömu skoðun, að vísurnar um nótt hafi verið síðastar, en hann álítur allar visurnar um við, sáð og öl síðari viðbót eða inn- skot, en ekki er það með öllu líklegt. 1) Milli 8. og 9. v. er skotiö inn einni yísu siðar; er hún í mörgum pappírs- handritum og útgátum. 2) Sja um slika auka Árb. 1918. hls. 14—23, og einkum ritgerð um sama efni í Arkiv 21 eftir Finn próf. Jónsson. — Mjer var ókunnngt um þá ritgerð er jeg skrifaði greinina í Árb. 1918.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.